Niðurhal

nóv 17 2011

Samningsstaða Landsvirkjunar anno 2002


Árni Finnsson

Í kjölfar yfirlýsinga forstjóra Landsvirkjunar, Harðar Arnarsonar, um laka arðsemi Kárahnjúkavirkjunar hafa tveir skýringar verið gefnar sem ástæða: Í fyrsta lagi að þáverandi stjórnendur fyrirtækisins og landsins hafi staðið sig illa í samningagerð við Alcoa. Í öðru lagi að stjórnvöld hafi rekið stóriðjustefnu til að skapa atvinnu, verkefni fyrir byggingariðnaðinn og um leið landsbyggðastefnu en látið nægja að orkuverðið stæði undir afborgunum.

Hörður vildi lítið segja um fyrri skýringuna. Á hinn bóginn lagði hann þunga áherslu á að til lengri tíma væri viðunandi arðsemi langmikilvægust fyrir áhrif fyrirtækisins á efnahag landsins. Framkvæmdaáhrifin væru vissulega góð, ekki síst í þeirri kreppu sem nú hrjáir landsmenn en þau áhrif væru tímabundin. Read More

apr 20 2011

Þöggun íslenskra fjölmiðla og hlutdeild Rio Tinto í stríðsátökum og mannréttindabrotum


Fyrir fáeinum árum gaf mannréttindahreyfingin War on Want – Fighting Global Poverty út mjög svo fróðlega skýrslu um hlutdeild breskra námufyrirtækja í stríðsátökum og mannréttindabrotum víðsvegar um heiminn. Vegur þar þungt aðkoma álfyrirtækja eins og Vedanta, BHP Billiton og ekki síst „Íslandsvinanna“ Rio Tinto.

Síðastliðinn febrúarmánuð fann Ólafur Teitur Guðnason, framkvæmdastjóri samskiptasviðs Rio Tinto Alcan á Íslandi, sig knúinn til að setja ofan í við Benedikt Erlingsson eftir ummæli hans um blóði drifinn feril Rio Tinto í Morgunútvarpi Rásar 2. Read More

okt 26 2010

Upplýsingabæklingur til stuðnings hinna ákærðu níumenninga


Stuðningsmenn níumenninganna sem ákærðir eru fyrir árás á Alþingi vegna mótmælaaðgerðar sem átti sér stað þann 8. desember árið 2008, hafa útbúið upplýsingabækling um málið á ensku. Ríkisvaldið hefur gengið svo langt að kalla aðgerðina ógn við sjálfræði þingsins og heldur því uppi ákærum byggðum á 100. grein hegningarlaga, sem hefur í för með sér eins til sextán ára fangelsisdóm verði þau fundin sek um brot á henni, ásamt ákærum um húsbrot og ofbeldi, sem framburður þingvarða og upptökur úr öryggismyndavélum sanna að eru hrein lygi. Lesið nánar um málið og sögusvið þess í bæklingnum.

Smellið hér, eða á forsíðumynd bæklingsins, til að sækja bæklinginn sem pdf-skrá.

Dreifið sem víðast.

Heimsækið stuðningssíðu níumenninganna til að fylgjast með framvindu málsins.

okt 25 2010

RVK-9 í DV


Í helgarblaði DV helgina 1.-3. október birtist ýtarleg umfjöllun við níumenningana sem eru ákærð fyrir árás á Alþingi. Er þetta eitt af þeim örfáu skiptum þar sem stærri hérlendur fjölmiðill hefur gefið níumenningunum færi á að koma skoðunum sínum varðandi málið á framfæri.

Smellið á myndina eða hér til að hala greininni niður sem pdf-skrá.

Einnig minnum við á stuðningssíðu níumenninganna, rvk9.org.

jan 08 2008

Vissir þú að Alcoa er hergagnaframleiðandi?


evidence of ALCOA military involvement 

Mörg fjárfestingafyrirtæki þurrkuðu Alcoa út af viðskiptalistum sínum þegar Alcoa keyptu hergagnafyrirtækin Cordant Technologies og Howmet International

     

    14. desember 2005 skrifuðu Alcoa undir samning um að framleiða álbíla fyrir bandaríska herinn

    Alcoa framleiða parta í Tomahawk eldflaugar

    Fyrsta eldflaugin sem skotið var á Írak var merkt Alcoa

    F16 orustuþotur eru framleiddar úr áli frá Alcoa

    F16 og B1 þotur frá Nato létu klasasprengjum merktum Alcoa rigna yfir óbreytta borgara í Kosovo árið 1999

    Ál frá Reyðaráli verður notað í stríðstól

    Kárahnjúkavirkjun er framlag Íslands til stríðsrekstrar Bandaríkjanna

    RÍFUM KÁRAHNJÚKAVIRKJUN STRAX

    ÞEIR SEM VILLTU UM FYRIR ÞINGHEIMI SVARI TIL SAKA FYRIR DÓMSTÓLUM

    ALCOA BURT FRÁ ÍSLANDI

    ENGA STÓRIÐJU

    Myndband þar sem ALCOA stæra sig af hergagnaframleiðslu sinni. Sérkennilegt að á sama tíma skuli þeir vera að reyna að sannfæra Íslendinga um að þeir hafi ekkert með hergagnaframleiðslu að gera…

    nóv 17 2006

    Leiðréttingar á tólf alhæfingum um eðli og áhrif beinna aðgerða


    STOP!

     

    Andspyrna.org

    Þegar vandamál koma upp í lýðræðislegu samfélagi þannig að fólki finnst vegið að frelsi sínu eða réttlætiskennd sinni misboðið, er fyrsta hugsun flestra að ríkisstjórnin eigi að gera eitthvað í málinu. Þegar hinsvegar þessi sama ríkisstjórn eða einhver stofnun hennar bera ábyrgð á óréttlætinu er hugað að kosningum – að kjósa betur næst – vitandi að í grundvallaratriðum mun það ekki breyta neinu. Read More

    Náttúruvaktin