'Helguvík@isl' Tag Archive

sep 24 2010

Komið að skuldadögum í Helguvík


Sigmundur Einarsson

Álbræðsla í Helguvík hefur verið töluvert til umræðu undanfarið vegna fyrirsjáanlegra tafa á afhendingu orkunnar. Skýringar hagsmunahópa eru allar á sama veg. Stjórnvöld bregða fæti fyrir atvinnuuppbyggingu! HS Orka fær ekki leyfi til að stækka Reykjanesvirkjun! Seinagangur við afgreiðslu skipulagsáætlana! Bæjarstjórinn í Reykjanesbæ lagður í pólitískt einelti! – O.s.frv.

Umfjöllun fjölmiðla er hefðbundin. Hvorki er vilji né geta til að fjalla um kjarna málsins og stjórnmálamenn óttast óvinsældir. Þeir eru hræddir um að verða kallaðir til ábyrgðar og þora ekki að viðurkenna að verkefnið hafi verið tálsýn frá upphafi.

Aðdragandinn

Þegar áform um dularfulla stálpípuverksmiðju í Helguvík gufuðu upp um miðjan þennan áratug var Norðuráli boðin þar aðstaða fyrir álbræðslu. Norðurál sló til og samdi um kaup á raforku. Skipulag og umhverfismat voru unnin fyrir álbræðslu, orkuver og háspennulínur. Svo kom kreppan og eyðilagði allt. Eða hvað?

Read More

Náttúruvaktin