Archive for 2006

mar 30 2006

Alcoa í þjónustu bandaríska hersins í Írak


Einar Ólafsson
Friður.is
29. mars 2006

Þingmaður heimsækir Alcoa

John P. Murtha heitir þingmaður í fulltrúadeild bandaríska þingsins. Hann er demókrati frá Pennsylvaníu. 22. ágúst 2005 birtist á vefsíðu hans frétt sem hefst á þessum orðum: „Formaður þingnefndar um fjárveitingar til varnarmála fékk í dag upplýsingar um nýja tækni sem gæti staðið bandaríska hernum til boða til notkunar á landi og í lofti.“

Þetta var þingmaðurinn John P. Murtha og hann fékk þessar upplýsingar í heimsókn sinni til tæknimiðstöðvar Alcoa í Upper Burrell, Westmoreland County í Pennsylvaníu. Þar sýndu yfirmenn og tækni- og vísindamenn Alcoa honum ýmsar tæknilegar lausnir sem gætu nýst farartækjum hersins á landi og í lofti. „Við höfum nokkra af skörpustu hugsuðum heims hérna í vesturhluta Pennsylvaníu og það er ánægjulegt að sjá að her okkar fær notið slíkrar vísindalegrar framsýni og sérfræðiþekkingar“, er haft eftir þingmanninum.

Read More

mar 29 2006

FJÖLSKYLDUDAGAR VIÐ SNÆFELL


bambiprotest 

Tími: 21.-31. júlí 2006

Staðsetning: Tjaldstæði við Snæfellsskála.

Read More

feb 11 2006

Bechtel eftir Einar Á. Friðgeirsson


bechtelGagnauga.net
11. janúar 2005

Ef útlendingur vill vinna á Íslandi þarf hann að uppfylla ýmis ströng skilyrði Útlendingastofnunar. En hvað ef þessi útlendingur er fyrirtæki? Er eðlilegt að stjórnvöld geri samninga við fyrirtæki og veiti þeim starfsleyfi án þess að taka nokkuð tillit til spillingarsögu þess? Eru virkilega engin takmörk fyrir því hvað hvað fyrirtæki mega hafa á samviskunni þegar þau koma inní landið?
Read More

jan 03 2006

Virkjanir í jökulám óhagstæðar fyrir loftslagsvernd


Hjörleifur Guttormsson
3. janúar 2006

Áhrif aurburðar í jökulám á kolefnishringrás og loftslagsbreytingar

Talsmenn stóriðju hérlendis hafa hampað því óspart að með tilliti til gróðurhúsalofts mengi vatnsaflsvirkjanir allt að tífalt minna en virkjanir sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Þessum aðilum sést yfir að Kyótósáttmálinn skammtar iðnríkjunum ákveðinn kvóta og segir ekkert fyrir um hvernig hann er nýttur og að ekki er greint alþjóðlega á milli einstakra þátta sem mengun valda. Ýmsir hafa líka bent á að vatnsaflsvirkjanir eru misjafnar innbyrðis með tilliti til losunar gróðurhúsalofts, m.a. hefur heimsnefndin um stíflur (World Commission on Dams) bent á sérstöðu virkjana í jökulám.
Read More

Náttúruvaktin