ágú 31 2010
Fyrir og eftir Miðkvísl
Guðmundur Páll Ólafsson
… og svo sprakk dýnamítið og grjót og mold þyrlaðist yfir alla en áin söng á ný. Laxá var frjáls.
Einhvern veginn svona hljómaði lýsing af sprengingunni í Miðkvísl við Mývatnsósa þegar ólögleg stífla Laxárvirkjunar var rofin. Ég vildi að ég væri sekur og hefði átt virkan þátt í verknaðinum. En jafnvel þótt fyrrum formaður stjórnar Laxárvirkjunar lýsti því í ævisögu sinni, Sól ég sá, að ég hefði aðstoðað sprengjumenn þá var ég því miður erlendis þegar lýðræðissprengjan sprakk. Read More
Varla hefur farið fram hjá mörgum að Magma Energy keypti hlut Geysis Green Energy í HS Orku á dögunum og er nú meirihlutaeigandi fyrirtækisins, með 98% eignaraðild. Þessi kaup Magma á hlut GGE koma ekki á óvart, þar sem ljóst var frá upphafi að fyrirtækið hefði hug á að gerast meirihlutaeigandi HS Orku.
Takið þátt í baráttunni gegn iðnvæðingu einhverra sérstæðustu náttúrusvæða Evrópu og grípið til beinna aðgerða gegn stóriðju!