Archive for 2010

ágú 19 2010

Samviska heimsins – Viðtal við Samarendra Das


Viðtalið birtist upphaflega á Smugunni, þann 19. ágúst 2010.

„Ég er pólitískur aktívisti,“ segir Samarendra Das sem hélt fyrirlestur fyrir fullu húsi í gær um bók sína sem gæti kallast með réttu Svartbók áliðnaðarins. Hann hefur ástæðu til að fagna í dag en margt bendir til þess að baráttan um Niyamgiri fjallið í Odisha héraðinu á Indlandi hafi unnist. Þar stóð til að að breska fjölþjóðafyrirtækið Vedanta færi að vinna báxít og hrekti þar með burt sérstæðan ættbálk sem býr við fjallið og trúir á það sem uppsprettu lífsins. Ný skýrsla stjórnskipaðrar nefndar er sögð leiða í ljós að ekki sé hægt að mæla með því að fyrirtækið fái leyfi til námuvinnslu vegna endurtekinna lögbrota í tengslum við undirbúninginn. Niðurstaðan verður gerð opinber á morgun en fyrirtækið hefur fallið um níu prósent í verði og lánshæfismatið hefur lækkað.

Samviska heimsins
„Vopnin sem ég beiti er að upplýsa fólk, það er ekki hægt að breyta nema vekja upp samvisku sem hefur ekki landamæri, samfélagslega ábyrgð sem einskorðar sig ekki við þrönga heimsmynd heldur tekur til allra þátta . Ég segi fólkinu á Íslandi frá fjallinu helga á Indlandi sem átti að fórna á Indlandi til að breskt fjölþjóðafyrirtæki gæti unnið þar baxít, það á síðan meðal annars að flytja til Íslands og nota í álbræðslu hér. Og ég segi fólkinu á Indlandi og víðar frá jökulánum á Íslandi sem voru stíflaðar til að álbræðslurnar hér fái rafmagn. Og hluti af álinu endar síðan í hergagnaiðnaði og veldur hörmungum einhversstaðar í heiminum.“ Read More

ágú 14 2010

Samarendra Das á Íslandi – Fyrirlestrar og kynning á „svartbók áliðnaðarins“


Dagana 14. – 21. ágúst verður indverski rithöfundurinn, kvikmyndagerðarmaðurinn og aktífistinn Samarendra Das hér á landi, í annað sinn á vegum umhverfishreyfingarinnar Saving Iceland. Tilefni komu hans er útkoma nýrrar bókar hans og fornleifafræðingsins Felix Padel, Out of This Earth: East India Adivasis and the Aluminium Cartel, sem er gefinn út af Orient Black Swan útgáfunni og mætti kalla „svartbók áliðnaðarins“. Miðvikudaginn 18. ágúst kl. 20:00 verður Samarendra með fyrirlestur og kynningu á bókinni í Reykjavíkur Akademíunni, Hringbraut 121. Fleiri fyrirlestrar munu eiga sér stað annars staðar á landinu á meðan Samarendra er hér og verða þeir auglýstir síðar.

Síðasta áratuginn hefur Samarendra verið viðriðinn baráttu Dongria Kondh frumbyggja Odisha héraðsins á Indlandi, gegn breska námufyritækinu Vedanta sem hyggst grafa eftir báxíti til álframleiðslu á landi frumbyggjanna – nánar tiltekið Nyjamgiri hæðunum. Read More

ágú 12 2010

Orkuútrásin og einkavæðing HS Orku


Varla hefur farið fram hjá mörgum að Magma Energy keypti hlut Geysis Green Energy í HS Orku á dögunum og er nú meirihlutaeigandi fyrirtækisins, með 98% eignaraðild. Þessi kaup Magma á hlut GGE koma ekki á óvart, þar sem ljóst var frá upphafi að fyrirtækið hefði hug á að gerast meirihlutaeigandi HS Orku.

Lítið og sætt – fyrir áhyggjufulla Íslendinga

Ross Beaty, framkvæmdarstjóri Magma Energy, hefur margoft verið spurður að því hvort hann sé að nýta sér bága fjárhagsstöðu Íslands til þess að ná stjórn yfir auðlindum landsins. Því hefur hann ávallt neitað. Aðspurður í Kastljósi 26. ágúst sl. neitaði hann því einnig að hafa áhuga á fleiri orkuverum. „Nei. Við einbeitum okkur að þessu nú. Þetta er fámenn þjóð og það hentar okkur ekki að verða mjög stórir“. Read More

ágú 12 2010
1 Comment

Samband milli Magma og Glitnis/Íslandsbanka?


Eitt af því sem maður verður mikið var við þegar farið er aðeins að kanna ofan í söguna á bak við sölu HS og síðar HS Orku er hvað starfsmenn Glitnis og sá banki er nátengdur öllu saman. Á Suðurnesjum hefur sá banki rekið fasteignafélag með Reykjanesbæ, stofnaði Geysi Green Energy þar sem Ásgeir nokkur Margeirsson var gerður að forstjóra en GGE keypti hlut ríkisins í HS. Gaman er einnig að geta þess að Vilhelm Þorsteinsson, yfirmaður fyirrtækjasviðs hjá Glitni/Íslandsbanka var einnig sonur Þorsteins Vilhelmssonar en fyrirtæki hans, Atorka átti sinn þátt í stofnun GGE. Glitni stóð einnig í fleiri fjárfestingum m.a. á eignum Keflavíkurflugvallar sem bæjarstjóri og bæjarfulltrúar Reykjanesbæjar komu einnig. REI-ævintýrið með fyrrum forstjóra Glitnis, Bjarna Ármanns, í fararbroddi, fór þó úrskeiðis en þá átti HS að enda í fanginu á sameinuðu félagi GGE og REI. Read More

ágú 12 2010

Ákall Saving Iceland!


Takið þátt í baráttunni gegn iðnvæðingu einhverra sérstæðustu náttúrusvæða Evrópu og grípið til beinna aðgerða gegn stóriðju!

Baráttan fram að þessu

Baráttan heldur áfram til varnar stærstu ósnortnu víðernum Evrópu. Síðastliðin fimm ár hafa sumarbúðir beinna aðgerða á Íslandi beinst gegn álbræðslum, risastíflum og jarðgufuvirkjunum. Eftir þá skelfilegu eyðileggingu sem fylgdi byggingu stærstu stíflu Evrópu við Kárahnjúka og mikilla jarðgufuvirkjana í Hengli, er enn tími til að rjúfa „snilldaráætlun“ valdhafa um stíflur í öllum stærstu jökulánum, gernýtingu allra helstu háhitasvæðanna og byggingu álvera, olíuhreinsistöðva, gagnavera og sílikonverksmiðja. Þessar framkvæmdir myndu ekki aðeins eyðileggja einstakt landslag og vistkerfi, heldur einnig hafa í för með sér stórfellda aukningu á útblæstri gróðurhúsalofttegunda á Íslandi.

Read More

júl 24 2010

Orka til Straumsvíkur mun koma frá Búðarhálsvirkjun


Kort af BúðarhálsvirkjunISAL (Rio Tinto Alcan) hefur tryggt sér alla þá samninga sem fyrirtækið þarf til að geta hafið stækkun álvers síns í Straumsvík. Um miðjan júní undirrituðu Landsvirkjun og ISAL endurnýjunarsamning um sölu raforku til fyrirtækisins fram til ársins 2036 og var kveðið á um kaup 75MW viðbótarorku í þeim samningi. Þessi viðbótarorka er meginforsenda þess að ISAL geti hrint í framkvæmd áformum sínum um stækkun álversins. Stækkunin hljóðar upp á 40.000 tonna aukna framleiðslugetu á ári. Mun hún fara fram á núverandi landi fyrirtækisins sem gerir hana óháða niðurstöðum íbúakosninga Hafnafjarðar og krefst þessara 75MW í viðbót við þá orku sem ISAL þegar fær afhenta á gjafaverði. Samningurinn er þó háður þeim fyrirvara að óvissu um skattalegt landslag stóriðju hér á landi verði eytt fyrir 31. ágúst, og sýnir það skýrt og skorinort hvernig forsvarsmenn álfyrirtækjanna og orkugeirans leika sér með stjórnartauma yfirvaldsins, sem hingað til hefur ekki þorað öðru en að lúta eftir slíkum kúgunaraðferðum fjársterkra aðilla og ætti því ekki að vera von á öðru í þessu tilfelli.

Viku eftir undirritun samningsins við ISAL sendi Landsvirkjun frá sér útboð þar sem fyrirtækið óskar eftir tilboðum í byggingu Búðarhálsvirkjunar. Útboðinu lýkur í lok ágúst og skal framkvæmdum lokið um haustið 2013. Read More

júl 18 2010
7 Comments

Áskorun til stjórnvalda!


Undirskriftarsöfnun hefur verið gangsett sem ætlað er að slá vörnum um orkuauðlindir landsins. Hana má finna á vefslóðinni http://orkuaudlindir.is/

Eftirfarandi er tilkynningin frá umsjónarhópi söfnunarinnar:

Innan fárra daga er áætlað að endanlegur samningur um kaup Magma Energy Sweden AB á HS Orku verði samþykktur. MES fær þar með einkarétt á nýtingu dýrmætra og mikilvægra auðlinda okkar til næstu 65 ára með framlengingarmöguleika til annarra 65 ára! Fyrirtækið kaupir þennan aðgang að auðlindum okkar mjög ódýrt miðað við önnur lönd, í óvenju langan tíma miðað við önnur lönd og á kjörum sem virðast að öllu leyti kaupandanum í hag en seljanda í óhag. Færð hafa verið rök fyrir því að salan sé óumflýjanleg þar sem við verðum að fá erlenda fjárfesta inn í landið til þess að styrkja atvinnuuppbyggingu. Staðreyndin er hinsvegar sú að Magma Energy fær stærsta hluta kaupverðsins að láni innanlands – á kjörum sem standa öðrum fyrirtækjum af einhverjum ástæðum ekki til boða. (sjá nánar hér). Read More

júl 18 2010

Svartbók áliðnaðarins


Nýlega kom út bókin Out of this Earth: East India Adivasis and the Aluminium Cartel eftir Felix Padel og Samarendra Das. Þeir félagar hafa eytt síðustu árum í rannsóknir á áliðnaðinum á alþjóðavísu, auk þess að vinna með frumbyggjum Odisha héraðsins (áður Orissa) á Indlandi. Rithöfundurinn Arundhati Roy ritar inngang að bókinni sem er gefin út af Orient BlackSwan.

Samarendra Das er mörgum landsmönnum kunnur, því hann kom til Íslands sumarið 2008 á vegum Saving Iceland og vakti mikla athygli á fyrirlestri sem samtökin héldu í Rvk. Akademíunni ásamt Andra Snæ, þar sem hann fjallaði að mestu um báxítgröft og baráttu frumbyggja Orissa héraðsins á Indlandi gegn báxítnámum þar. Einnig hélt hann fund með Samtökum Hernaðarandstæðinga þar sem hann fjallaði um tengsl álframleiðslu og stríðs, auk þess sem opnir fundir voru haldnir með honum á ýmsum vettvöngum. Nú standa Saving Iceland fyrir annari komu hans til Íslands, þar sem hann mun halda fyrirlestra og kynna bók sína víða um land og mun meðal annars koma fram á fyrirlestrahátíð sem tímaritið Róstur mun standa fyrir þann 21. ágúst.

Read More

júl 16 2010

Þeistareykir – forsagan


Þeistareikir

Sigmundur Einarsson – jarðfræðingur

Þann 30. apríl sl. lagði orkufyrirtækið Þeistareykir ehf., sem nú mun að fullu í eigu Landsvirkjunar, fram frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum vegna byggingar allt að 200 MWe jarðvarmaorkuvers á Þeistareykjum. Skýrslan nær jafnframt yfir mat á umhverfisáhrifum vegar milli Húsavíkur og virkjunarsvæðisins. Þennan sama dag voru lagðar fram fimm stórar frummatsskýrslur um fyrirhugaða orkuvinnslu og stóriðju á Norðausturlandi samtals tæplega 1100 bls. auk fjölda viðauka. Það gefur auga leið að það er ekki hægt að ætla nokkrum manni eða frjálsum félagasamtökum að rýna í málin í frítíma á þeim sex vikum sem ætlaðar voru til athugasemda skv. lögum. Frestur til að gera athugasemdir við skýrslurnar fimm rann úr 14. júní sl.
Við skoðun á skýrslunni um Þeistareyki koma ótrúlegustu hlutir í ljós. Reyndar hef ég ekki komið á svæðið eftir útkomu skýrslunnar og hef því ekki getað skoðað ýmislegt sem ástæða væri til að kanna sérstaklega, s.s. nýtt vegstæði, ný námusvæði, helstu mannvirkjasvæði og síðast en ekki síst heildarsamhengi framkvæmdarinnar. Ég ætla samt að reyna að fara í gegnum helstu þætti málsins í nokkrum áföngum þannig að áhugasamir geti kynnst minni sýn á það, en hún er nokkuð önnur en sýn framkvæmdaraðilans og sveitarfélagsins sem ber ábyrgð á skipulagi á svæðinu.

Read More

júl 16 2010

Þeistareykir og Krafla – umhverfisslys í uppsiglingu


Þeistareikir

Sigmundur Einarsson

Menn geta verið með eða á móti stóriðju og stórfelldri virkjun orkulinda. En allir geta verið sammála um að vanda þurfi til verka þegar og ef að framkvæmdum kemur. Sú ætlar því miður ekki að verða raunin í tilviki stóriðjudrauma Húsvíkinga.

Þann 30. apríl sl. auglýsti Skipulagsstofnun eftir athugasemdum við fimm frummatsskýrslur vegna mats á umhverfisáhrifum stórframkvæmda á Norðurlandi. Um er að ræða:

  • Álver á Bakka við Húsavík, allt að 346.000 tonn/ári
  • Jarðvarmavirkjun á Þeistareykjum, allt að 200 MW
  • Jarðvarmavirkjun við Kröflu, Kröfluvirkjun II sem svo er nefnd, allt að 150 MW
  • Háspennulínur frá Kröflu og Þeistareykjum að Bakka við Húsavík, 220 kW
  • Sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum vegna ofangreindra framkvæmda

Read More

Náttúruvaktin