'Ál'
Tag Archive    
		
 	  
            	     
		
			maí 26 2011
					
		
		Ál, Báxít, India, Kúgun, Mengun, Miriam Rose @is, Orissa, Vedanta
		
		
			
			
            
		
        Greinin birtist upphaflega á vefsíðunni Róstur sem því miður er ekki aðgengileg í dag.
Þann 16. maí sl. lak eitruð rauð leðja – efni sem verður til við súrálsframleiðslu – úr einum af leðjulónum breska námufyrirtækisins Vedanta í Odisha, Indlandi, og yfir í þorp sem stendur fyrir neðan lónið í hæðum Niyamgiri fjallsins. Leðjan, sem lak út í kjölfar mikils og þungs regns, slapp út um sprungu á veggjunum sem eiga að halda henni í lóninu og er þetta í annað sinn sem slíkt gerist á rúmum mánuði, í fyrra skiptið mengaði leðjan ár og tjarnir í nágrenninu. Þetta kemur sér illa fyrir Vedanta nú þegar einungis tveir mánuðir eru þangað til árlegur aðalfundur fyrirtækisins fer fram í London.
Frá þessu greinir breski jarðfræðingurinn Miriam Rose, sem nú er stödd á Indlandi og kom að staðnum sem um ræðir daginn eftir slysið, þann 17. maí. Í grein hennar, sem birtist á vefsíðu náttúruverndarhreyfingarinnar Saving Iceland, segir hún meðal annars að þrátt fyrir tilraunir starfsmanna Vedanta til að fjarlægja öll ummerki um slysið, hafi leðjan legið á víð og dreif þegar hún kom til þorpsins, auk þess sem tjörn í miðju þorpinu var eldrauð á lit. Vísað er í umfjöllum viðskiptablaðsins Wall Street Journal þann 18. maí um slysið þar sem vitnað er í heimamanninn Sunendra Nag. Hann segir mengunina, sem lekið hefur í Vansadhara ána, hafa leitt til þess að ómögulegt sé að drekka vatn árinnar lengur en fólk baði sig ennþá í henni vegna þess eins að því standi ekkert annað til boða. Afleiðingarnar séu augna- og húðsjúkdómar. Read More
 
			      
        
      
		 
	 
        	     
		
			des 29 2010
					
		
		Ál, Báxít, Hergagnaiðnaður, ISAL, Mengun, Rio Tinto, Stóriðja
		
		
			
			Bergur Sigurðsson og Einar Þorleifsson
Álframleiðsla byggir á námavinnslu á stöðum þar sem er að finna  sérstaklega álríkan rauðan jarðveg sem nefnist báxít og verður til á  löngum tíma við mikla útskolun efna á úrkomusvæðum sitt hvorum megin  miðbaugs. Námavinnslan fer vanalega þannig fram að flett er burt  gróðurþekju til þess að komast að báxítlögunum sem eru misþykk og oft  ekki nema 2-4 metrar.
 Báxítið er numið brott og flutt í landfrekar  súrálsverksmiðjur þar sem jarðvegurinn er leystur upp með vítissóda og  kalki og síðan er súrálið (Al2O3) einangrað frá eðjunni.Vinnslunni  fylgir mikil og skaðleg rykmengun og gríðarleg myndun eitraðra  úrgangsefna, þ.e. rauðeðju sem hefur hátt sýrustig og í sumum tilfellum  þungmálma. Slys þar sem stíflugarðar um eðjulón bresta komast sjaldan í  hámæli ef frá er talið slysið í Ungverjalandi fyrr í vetur. Þar var  hætta á að eitraður leirinn myndi flæða óhindrað út í Dóná og spilla  vistkerfi hennar allt til Svartahafsins, m.a. Dónárdeltunni, einu  merkilegasta votlendissvæði jarðar þar sem milljónir fugla hafast við. Read More
			      
        
      
		 
	 
        	     
		
			des 16 2010
					
		
		Ál, Báxít, Búðarhálsvirkjun, Century Aluminum, Century Aluminum @is, HS Orka, HS Orka@isl, ISAL, Mengun, Rio Tinto, Sigmundur Einarsson, Sigmundur Einarsson @is, Stóriðja, Suðurnes
		
		
			
			Bergur Sigurðsson og Einar Þorleifsson
Það er lengra mál en svo að rúmist í einni grein að fjalla um allar rangfærslurnar sem áliðnaðurinn teflir fram til þess að fegra verkefni sín og ginna samfélög til þess að kosta þau.             
		
        Áróðursmaskínurnar ganga svo langt að halda því fram að ál sé á einhvern hátt jákvætt fyrirbæri í umhverfislegu tilliti. Sannleikurinn er sá að áliðnaðurinn er námuiðnaður sem veldur verulegu umhverfisálagi, eyðir regnskógum og samfélögum frumbyggja og spillir vatnalífi og vistkerfum. Hvort heldur sem álið er notað í farartæki, umbúðir eða byggingarefni er í flestum tilvikum hægt að nota vistvænni efni.
Af nógu er að taka þegar kemur að rangfærslum iðnaðarins en í þessari grein verður látið duga að rekja helstu rangfærslur Ragnars Guðmundssonar, forstjóra Norðuráls, í Fréttablaðinu 2. des. Read More
			      
        
      
		 
	 
        	     
		
			nóv 03 2010
					
		
		Ál, Century Aluminum, Century Aluminum @is, HS Orka, HS Orka@isl, Landsnet, Orkuveita Reykjavíkur, Orkuveita Reykjavíkur @is, Sigmundur Einarsson, Sigmundur Einarsson @is, Stóriðja, Suðurnes
		
		
			
			Sigmundur Einarsson
Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi var sagt frá því að nú væri búið að tryggja orku til álbræðslunnar í Helguvík. Bjargvætturinn var sagður vera Landsvirkjun sem ætlar að leggja til umframafl sem til er „í kerfinu“ og ku það nema 60-80 MW.            
		
        
Samkvæmt fréttinni þarf álbræðslan alls um 450 MW sem er um 150 MW minna en áður var áætlað. HS Orka er sögð munu útvega 250 MW, Orkuveita Reykjavíkur 120-140 MW og Landsvirkun bjargar því sem á vantar, 60-80 MW.
Þetta virðist einfalt. All sýnist klappað og klárt og ekki eftir neinu að bíða. Framkvæmdir ættu að geta hafist strax í dag. Eða hvað? Var þetta orkan sem vantaði til að unnt væri að halda áfram? Fyrir ári síðan var fullyrt að nóg orka væri fyrirliggjandi til að reisa álbræðslu sem þyrfti um 600 MW. Hvað skyldi hafa breyst? Read More
			      
        
      
		 
	 
        	     
		
			okt 13 2010
			1 Comment		
		
		Ál, ALCOA, Mengun, Ólafur Páll Sigurdsson, Stóriðja
		
		
			
			PDF skjali með þessari þýðingu má hala niður hér
Afar sterk efnatengi milli súrefnis og áls í súráli eru ástæða þess að frumframleiðsla á hreinu áli er orkufrekari en frumframleiðsla nokkurs annars málms og raunar orkufrekasti iðnaður sem til er. Framleiðsluferlið, nefnt Hall-Heroult ferlið, hefst á því að súrál er sett í rafgreiningarker sem innihalda bráðið kríólít (Na3AlF6). Rafstraumur er leiddur gegnum kerin með aðstoð kolefnisanóðu og við það rís hitastigið yfir 1200°C. Súrefnið leitar í kolefnis-anóðuna og bráðnu álinu er hellt úr kerinu.
Frumvinnslan er sá hluti framleiðsluferlis áls sem veldur mestri mengun. Bæði er þar um að ræða mengun af völdum loftborinna efna og fasts úrgangs. Í útstreymi frá kerjum í álbræðslum er að finna flúor, bæði sem lofttegundir og ryk, einnig súrál, kolefnismónoxíð (CO), rokgjörn lífræn efni og brennisteins-díoxíð (SO2). Auk þessa inniheldur útstreymið frá ofnunum sem rafskaut eru framleidd í bæði flúoríð, rokgjörn lífræn efni og SO2. Ýmis konar aðferðir eru notaðar til að draga úr þessari mengun, t.d. lokuð ferli og vothreinsun. Vatn mengast einnig við hreinsun báxíts en stór hluti vatnsins er endurnýttur.
 Read More
			      
        
      
		 
	 
        	     
		
			júl 18 2010
					
		
		Ál, Orissa, Samarendra Das
		
		
			
			
Nýlega kom út bókin Out of this Earth: East India Adivasis and the Aluminium Cartel eftir Felix Padel og Samarendra Das. Þeir félagar hafa eytt síðustu árum í rannsóknir á áliðnaðinum á alþjóðavísu, auk þess að vinna með frumbyggjum Odisha héraðsins (áður Orissa) á Indlandi. Rithöfundurinn Arundhati Roy ritar inngang að bókinni sem er gefin út af Orient BlackSwan.
Samarendra Das er mörgum landsmönnum kunnur, því hann kom til Íslands sumarið 2008 á vegum Saving Iceland og vakti mikla athygli á fyrirlestri sem samtökin héldu í Rvk. Akademíunni ásamt Andra Snæ, þar sem hann fjallaði að mestu um báxítgröft og baráttu frumbyggja Orissa héraðsins á Indlandi gegn báxítnámum þar. Einnig hélt hann fund með Samtökum Hernaðarandstæðinga þar sem hann fjallaði um tengsl álframleiðslu og stríðs, auk þess sem opnir fundir voru haldnir með honum á ýmsum vettvöngum. Nú standa Saving Iceland fyrir annari komu hans til Íslands, þar sem hann mun halda fyrirlestra og kynna bók sína víða um land og mun meðal annars koma fram á fyrirlestrahátíð sem tímaritið Róstur mun standa fyrir þann 21. ágúst.
 Read More
			      
        
      
		 
	 
        	     
		
			júl 15 2010
					
		
		Ál, Báxít, Kúgun, Miriam Rose @is, Orissa, Vedanta
		
		
			
			
Af öllum héruðum Indlands er Orissa ríkast af steintegundum.  Landsvæðið er grænt og gróskumikið og er landslagið líkast bútasaumi  smárra akra og skógi vaxinna fjalla þar sem fossar steypast niður rauða  klettana. Eins og margir þeirra staða í heiminum þar sem enn ríkir  náttúruleg frjósemi búa frumbyggjar víða í fjallshlíðunum. Þeir eru  kallaðir Adivasis, sem í orðsins fyllstu merkingu þýðir „hinir  upprunalegu íbúar“, og samfélag þeirra er taldið vera meðal elstu  þjóðmenninga þessa heims. Fjórðungur íbúa Orissa eru frumbyggjar, sem  gerir héraðið að því „fátækasta“ á Indlandi samkvæmt Alþjóðabankanum.  Það stafar þó ekki af raunverulegri örbirgð, heldur því að  Alþjóðabankinn mælir velferð einungis í peningaviðskiptum. Mælingin  lítur því fram hjá þeirri staðreynd að í Orissa hefur aldrei ríkt  hungursneyð og að flest Adivasi fólkið notar aldrei peninga, heldur býr  það í sátt við fjöllin, árnar og skógana sem færa því allt sem það  þarfnast. Í þakklæti fyrir forsjón náttúrunnar tilbiður margt Adivasi  fólk fjöllin og sver að vernda ríkuleg vistkerfi sín. Sum fjallanna í  Orissa eru meðal síðustu fjalla Indlands sem enn eru vaxin fornum  skógum, þökk sé staðfestu frumbyggja gegn nýlendutilburðum Breta til að  höggva skógana.
 Read More
			      
        
      
		 
	 
        	     
		
			jún 09 2010
					
		
		Ál, Hrunið, Rannsóknarskýrsla Alþingis, Róstur, Spilling, Stóriðja
		
		
			
			
Þessi grein birtist upprunalega í júníhefti hins mánaðarlega fréttaskýringarits Róstur.
Hvítþvottaskýrsla sú er Alþingi lét vinna fyrir sig undir þeim formerkjum að rannsaka aðdraganda og orsök hérlends efnahagshruns hefur verið til umfjöllunar á opinberum vettvangi undanfarna tvo mánuði. Fjölmiðlar og aðrir hagsmunahópar hafa verið iðnir við að fjalla um hana kafla fyrir kafla og sigtað út fyrir lesendur sína meginmál hennar. Ekki hefur þó öllum köflum hennar verið gerð jöfn skil. Mikið hefur verið einblínt á kaflann sem lútir að refsiverðum athæfum og vanrækslu í starfi í aðdraganda bankahrunsins, einkavæðingarköflunum og lánabókum þeim sem birtast í skýrslunni. Hefur dómstóll fjölmiðla gengið í lið með yfirvöldum um að verja hið núverandi stjórnarfarskerfi með umfjöllun sinni, sem hefur að öllu leyti verið hliðholl útvöldum niðurstöðum skýrslunnar á kostnað mikilvægari þátta hennar. Enginn fjölmiðill hefur hingað til litið gagnrýnum augum á tvö atriði sem eru hvað veigamest í þessum 2000 blaðsíðna doðranti, og sem rannsóknarnefndin sjálf lagði aðaláherslu á, á blaðamannafundi sem hún hélt í Iðnó á útgáfudegi skýrslunnar, en það er auðvaldshyggjan og stóriðjustefnan.
 Read More
			      
        
      
		 
	 
        	     
		
			nóv 27 2009
					
		
		Ál, Economics, Energy Prices, Hagfræði, Hrunið, Kárahnjúkar, Landsvirkjun, Náttúruvernd, Stóriðja
		
		
			
			  
Indriði H. Þorláksson – hagfræðingur            
		
        
Efnahagsleg áhrif stórframkvæmda verður að meta með hliðsjón af efnahagsstefnu bæði til skemmri og lengri tíma.
Staðhæfingar settar fram án raka öðlast stundum vægi langt umfram inntak þeirra.  Tvær slíkar staðhæfingar sem haldið er á lofti í umræðu um byggingu orku- og stóriðjuvera eru sérstaklega varhugaverðar. Annars vegar að slíkar framkvæmdir séu nauðsynlegar, séu jafnvel leiðin út úr „kreppunni“ og hins vegar að framtíð íslensks efnahagslífs sé best tryggð með nýtingu orkuauðlinda fyrir stóriðju. Önnur þeirra horfir til skamms tíma en hin lengra fram á veg en báðar eru vafasamar, líklega rangar og jafnvel skaðlegar.
Efnahagsleg áhrif stórframkvæmda verður að meta með hliðsjón af efnahagsstefnu bæði til skemmri og lengri tíma. Til skamms tíma, segjum 3 til 5 ára, er markmiðið að koma atvinnulífinu í gang. Til lengri tíma litið er markmiðið að stuðla að vexti hagkerfisins með þeim hætti að það veiti þegnunum sem mest lífsgæði. Til þess þarf atvinnulífið að skila sem mestum virðisauka til þjóðarinnar fyrir vinnuframlag, fjármagn og auðlindir. Read More
			      
        
      
		 
	 
        	     
		
			des 16 2007
					
		
		Ál, ALCOA, Century Aluminum, Corruption, Fjölmiðlar, Grænþvottur, Hergagnaiðnaður, Hlutdrægni fjölmiðla, Impregilo @is, Kapítalismi, Kúgun, Lýðræðishalli, Lög, Lögregla @is, Media bias, Mengun, Náttúruvernd, Ólafur Páll Sigurðsson @is, Rio Tinto, Saving Iceland, Spilling, Stóriðja
		
		
			
			
            
		
        Jón Ólafsson (JÓ) ræðir við Ólaf Pál Sigurðsson (ÓPS) umhverfisverndarsinna og stofnanda samtakanna Saving Iceland í þættinum Upp og ofan á Rás 1. 16. desember, 2007.
Jón Ólafsson:
Góðir hlustendur, ég hef í haust fengið til mín fagfólk sem oftast hefur verið tengt einhverjum háskóla landsins og verið að fást við hluti sem að mér hafa fundist að tengdust bæði háskólasamfélaginu og líka pólitík. Í dag, í þessum síðasta þætti mínum, hef ég fengið hingað mann sem er ekkert tengdur háskólasamfélaginu en hins vegar mjög tengdur pólitík eða pólitískum aðgerðum en það er Ólafur Páll Sigurðsson, menntaður bókmenntafræðingur og kvikmyndagerðarmaður en nú aðallega þekktur aktífisti og margir tengja hann væntanlega við samtökin Saving Iceland.
 Read More