'Mark Kennedy @is' Tag Archive

maí 06 2011

Íslensk yfirvöld láti af seinagangi og undanbrögðum í máli Mark Kennedy


Saving Iceland

Saving Iceland sendir ríkislögreglustjóra og innanríkisráðherra bréf: Íslensk yfirvöld láti af seinagangi og undanbrögðum í máli Mark Kennedy

Eins og kom fram í yfirlýsingu sem náttúruverndarhreyfingin Saving Iceland sendi frá sér sl. þriðjudag, um afskipti íslenskra lögregluyfirvalda af breska lögreglunjósnaranum Mark Kennedy, óskaði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra eftir því í ársbyrjun að ríkislögreglustjóri gerði rannsókn á því hvort íslenska lögreglan hafi vitað af störfum Kennedy hér á landi og eins hvort hún hafi átt í samstarfi við hann.

Nú hafa þrír mánuðir liðið en ekkert heyrst frá Haraldi Johannessen, ríkislögreglustjóra. Þessi langa þögn yfirvalda um þetta alvarlega mál stangast algjörlega á við viðbrögð yfirvalda í Þýskalandi og Írlandi sem lýstu því yfir opinberlega, stuttu eftir að fréttirnar af Kennedy komust á síður alþjóðlegra fjölmiðla í byrjun janúar þessa árs, að þau hafi verið meðvituð um veru og störf hans innan lögsagna þeirra. Read More

maí 03 2011
2 Comments

Ný sönnunargögn sýna að lögreglan á Íslandi laug um afskipti sín af Mark Kennedy


Í kjölfar þess að fréttir um ólöglegar og leynilegar aðgerðir bresku lögreglunnar í íslenskri lögsögu birtust á síðum alþjóðlegra fjölmiðla í ársbyrjun 2011, spurðist Ríkisútvarpið fyrir um hvort íslenskum lögregluyfirvöldum hafi verið kunnugt um að breski lögreglunjósnarinn Mark Kennedy hafi laumast inn í Saving Iceland hreyfinguna. Samkvæmt RÚV neitaði lögreglan á Seyðisfirði og Eskifirði því að hafa haft nokkur „afskipti“ af Kennedy á meðan á mótmælunum gegn Kárahnjúkavirkjun stóð.

Saving Iceland hefur nú birt sönnunargögn sem sýna skírt að lögreglan á báðum þessum stöðum hefur ekki sagt satt um samskipti sín við Kennedy. Ljósmyndin sem fylgir þessari yfirlýsingu sýnir tvo íslenska lögreglumenn kljást við Kennedy í mótmælaaðgerð Saving Iceland við Kárahnjúkavirkjun þann 26. júlí 2005. Myndin sýnir að íslenska lögreglan hafði svo sannarlega „afskipti“ af breska njósnaranum. Read More

feb 20 2011

Ríkislögreglustjóri neitaði ekki vitneskju um breskar lögreglunjósnir


Innanríkisráðuneytið hefur birt yfirlýsingu í framhaldi af greinargerð okkar um Mark Kennedy málið þar sem því er neitað að Haraldur Jóhannessen ríkislögreglustjóri hafi tjáð Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra að Ríkislögreglan hafi ekki haft vitneskju um njósnir Mark Kennedy um Saving Iceland hreyfinguna og að þeir hafi ekki haft neitt að gera með njósnarann eða yfirboðara hans, þ. e. bresku lögregluna. Samkvæmt yfirlýsingu ráðuneytisins er Ríkislögreglan enn að vinna í málinu og skýrslunni (um mögulegt vitorð Ríkislögreglunnar í njósnum Breta) sem innanríkisráðherra pantaði. Ríkislögreglustjóri ku ekki enn vera kominn til botns í málinu. Read More

feb 11 2011
1 Comment

Staðreyndirnar að baki njósnum Mark Kennedy innan íslensku umhverfishreyfingarinnar


Í nýlegri greinaröð Guardian og fleiri fjölmiðla um lögreglunjósnarann Mark Kennedy hefur minniháttar hlutverk hans innan íslensku umhverfishreyfingarinnar verið ýkt. Þessar ýkjur hafa jafnvel gengið svo langt að segja að hann hafi verið mikilvægur hlekkur í stofnun hennar. Þetta þjónar ef til vill því markmiði að gera fréttamat úr sögu Kennedy en er í raun della. Fyrir nokkrum vikum sendi Saving Iceland útskýringar lið fyrir lið til Guardian þar sem bent var á rangfærslur í umfjöllun blaðsins. Þrátt fyrir þetta hefur blaðið enn ekki leiðrétt þær fyrir utan takmarkaðan fyrirvara í grein Ameliu Hill sem ber nafnið „Mark Kennedy var í lykilhlutverki við stofnun íslensku náttúruverndarhreyfingarinnar“ en þar kemur fram að: „Saving Iceland […] vefengir hversu mikið viðriðinn Kennedy var“.

Í fleiri greinum þar sem rætt er um þátttöku Mark Kennedy í breskum hreyfingum vitnar Guardian nokkrum sinnum í breska aktívista sem halda því fram að Kennedy hafi ekki tekið þátt í skipulagi né komið að ákvarðanatöku hreyfinganna. Hins vegar hafi hann tekið þátt sem bílstjóri og verið drífandi þegar kom að daglegum „reddingum“. Einn heimildarmaður hélt því jafnvel fram við Guardian að Kennedy hafi „ekki verið álitinn beittasti hnífurinn í skúffunni“ (að hann stígi ekki í vitið). Fullyrðingar Guardian um meint mikilvægi hans innan Saving Iceland vekja því furðu, svo vægt sé til orða tekið. Read More

jan 21 2011
2 Comments

Ímynduð Eco-hryðjuverkaógn og árásir lögreglu á undirstöður lýðræðisins


Freedomfries


Það er löngu kominn tími til að við Íslendingar tökum til endurskoðunar hvernig rætt er um aktívista almennt og sérstaklega umhverfisaktívista. Það er ekki hægt að horfa framhjá því að þessi umræða hefur einkennst af ákveðinni móðursýki og fórdómum. Fyrir nokkrum árum var mikið talað um „atvinnumótmælendur“ – og í kommentakerfum og á moggablogginu er alltaf hægt að ganga út frá því sem vísu að finna einhverja kjána sem þykjast vita allt um að vestrænum samfélögum stafi alvarleg ógn af öllum þessum ungmennum – að hér séu á ferð hættulegir róttæklingar sem séu allt eins líklegir til að grípa til ofbeldisverka til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Read More

Náttúruvaktin