Author Archive

jan 23 2003

Þjóð sem hörfar


Guðbergur Bergsson

Þjóðarsálfræðingurinn kannar hvernig „þjóð Kárahnjúkanna“ getur verið svo miklar liðleskjur og hræðslupúkar gagnvart valdinu sem ógnar landinu þeirra.

Á síðustu áratugum hefur ríkt hér á landi andlegt ástand sem minnir fremur á uppgjöf en það að hvaðeina hafi verið gefið frjálst. Eins og hendir hamagang virðist hávaðinn í kringum frelsið vera í fyrstu merki um gleði en síðan kemur í ljós að ekki er allt með felldu. Frelsi er ekki það að missa stjórn á sér heldur hitt að menn hafi sjálfir taumhaldið, en ekki valdið sem er kennt við yfirboðara. Líklega hefur íslenska þjóðin sjaldan staðið andspænis eins miklum vanda og um þessar mundir. Hún er algerlega sjálfstæð, óbundin af hersáttmálum eða hugmyndafræðilegri þjónkun við erlend stjórnmálaöfl sem íbúarnir báru á sínum tíma lítð skynbragð á, nýkomnir í hringiðu nútímans, ekki af eigin vilja og getu til þátttöku heldur vegna heimsstyrjaldar sem jók aðeins hagsmunina. Hið sorglega við það að vera þjóð sem er ekki lengur öðrum háð er hvað hún er hirðulaus, ekki aðeins um landið sem náttúru heldur um hugsanagang og stjórnmál á öðrum sviðum en hagnýtum smámunum. Í öðrum en þeim er flest látið draslast.

Read More

feb 14 2002

‘Kárahnjúkavirkjun, sýnd veiði en ekki gefin’ eftir Grím Björnsson jarðeðlisfræðing


Ein af skýrslunum sem ríkisstjórnin vildi ekki að þingheimur fengi að sjá áður en hann gekk til atkvæðis um Kárahnjúkavirkjun. Allt var gert til þess að þagga niðri í Grími Björnssyni. Samkvæmt kröfu Landsvirkjunar sumarið 2006 svipti Orkuveita Reykjavíkur Grím Björnsson tjáningarfrelsi.

Inngangur

Undirritaður hefur fylgst nokkuð með umræðu um fyrirhugaða Kárahnjúkavirkjun og þau umhverfisáhrif sem henni fylgja. Strax um vorið 2001 sýndist mér að lítið færi fyrir jarðtæknilegum athugunum á þeim áhrifum sem verða af jafn þungu fargi og lónið sjálft er, auk áhrifamats á lífríki sjávar, kolefnisbindingu og fleira þar að lútandi. Read More

Náttúruvaktin