Author Archive

júl 21 2007

‘Hvað vekur athygli og skapar árangur?’ eftir Ómar Ragnarsson


Af bloggsíðu Ómars Ragnarssonar
22.7.2007

Ráðstefna um stóriðju og umhverfismála sem haldin var heila helgi á Hótel Hlíð í Ölfusi vakti litla sem enga athygli fjölmiðla. Ég fylgdist með upphafi hennar og kom þar stuttlega við síðar og þann tíma sem ég staldraði þarna við var augljóslega vandað til dagskrár og fólk frá ýmsum heimshornum flutti áhugarverða og fræðandi fyrirlestra fyrir fullum sal áhugasams fólks víðvegar að úr heiminum.

Glæsilegir tónleikar margra af fremstu tónlistarmönnum þjóðarinnar sem haldnir voru við Austurvöll hurfu nánast í fjölmiðlum.

En það var ekki fyrr en nokkrir þátttakendanna hófu mótmælaaðgerðir í öðrum stíl en Íslendingar eiga að venjast að fjölmiðlar brugðust við af áhuga.

Read More

Síður: 1 2

júl 19 2007

Skammist ykkar! Bréf til Blaðsins frá Saving Iceland aktívista


Engar kylfur notaðar?!cr

MYND: Í ágúst 2006 fullvissaði Óskar Bjartmarz yfirlögregluþjónn lesendur Morgunblaðsins um að kylfum væri ekki beitt gegn mótmælendum. Með greininni birtist þessi mynd sem var tekin sömu viku á Kárahnjúkum.

Leiðarinn ‘Vantrú á málstaðnum’ (3. júlí) eftir ritstjóra Blaðsins, Ólaf Þ. Stephensen, er svipuð öðrum greinum sem hafa verið birtar í íslenskum dagblöðum í aðdraganda ráðstefnu Saving Iceland (S.I.) í Ölfusi nú í sumar. Þessar greinar hafa einkennst af viljandi fáfræði um umræðuefnið, þ.e.a.s. mótmælendurna sem eins og ég starfa með eða innan S.I.

Ég vil persónulega mótmæla harðlega þeim ásökunum að ég sé rekin áfram af þörf fyrir hugsunarlaus átök, sé andlega vanheil á einhvern hátt eða að líf mitt vanti svo sterklega spennu að ég þurfi að ferðast til afskekktrar eyju langt í norðri á hverju sumri til þess eins að lenda í rifrildi við lögregluþjóna sem vilja henda mér út úr tjaldinu mínu. Hvað þykist Ólafur vita um líf okkar eða hvað það er sem drífur okkur áfram þegar hann hefur aldrei lagt það á sig að tala við okkur og komast að því sjálfur?
Sú staðhæfing að við séum ekkert annað en óeirðahópur til leigu er ekkert annað en rógburður og lygi sem stenst engan veginn nánari skoðun. Þvert á móti höfum við viljað sýna samstöðu með þeim mörgu örvæntingarfullu einstaklingum á Íslandi sem horfa upp á hvernig náttúran sem þeir elska hefur verið eyðilögð, og við höfum líka heillast af þessari náttúru.
Það segir meira um neikvæðni ritstjórans en okkar að hann skuli ekki geta ímyndað sér þann möguleika að okkur þyki vænt um þá einstæðu, óspilltu náttúru sem enn er að finna á Íslandi og að það sé vegna hennar en ekki okkar sjálfra sem við erum tilbúin til að standa í vegi fyrir þessari eyðileggingu. Það er það sem við höfum verið að gera: setja líkama okkar bókstaflega á milli nánast ósnortinnar náttúru og eyðileggingarvélanna, hlekkjuð við þær og leggjum þannig líf okkar að veði. Hvernig er hugsanlega hægt að hafa meiri trú eða staðfestu gagnvart málstað en að vera tilbúinn að hætta sínu eigin lífi fyrir hann?
Samt notar Ólafur orðið skemmdarverk margoft til að lýsa aðgerðum S.I. enda þótt engin skemmdarverk hafi verið framin í nafni samtakanna í raunveruleikanum. Sakfellingarnar sem hann tengir á misvísandi hátt við orðið skemmdarverk eru næstum allar fyrir “óhlýðni við lögregluna”, sem er væg ákæra og reyndar mjög vafasöm.
Eins virðist það vera í flestum tilvikum regla hjá íslenskum fjölmiðlum að í hvert skipti sem lögreglan gengur yfir strikið og beitir ofbeldi gegn mótmælendum þá eru mótmælin sjálf úthrópuð sem ofbeldisfull. Þetta eru ógeðfelld vinnubrögð, sérstaklega í ljósi þess að þeir sem tekið hafa þátt í mótmælum S.I. eru friðarsinnar af djúpri sannfæringu.

En hverjir eru það sem valda hinum raunverulega skaða? Hverjir hafa gerst sekir um stórfelld skemmdarverk á kostnað sjálfrar móður náttúru?
Dómstólar dæma eftir bókstaf laganna sem er bæði þröngur og hliðhollur valdinu. En er það ekki stórfelldur glæpur frá siðferðilegu sjónarmiði gagnvart jörðinni og komandi kynslóðum að valda óafturkræfum skaða á ómetanlegum náttúruverðmætum? Eða er það þvert á móti glæpur að reyna með friðsamlegum hætti að hindra þessa náttúruböðla?
Það er leitt að gagnrýnendur okkar innan íslenskra fjölmiðla skuli ekki hafa hirt um að fylgja eftir fljótfærnislegum og illa grunduðum árásum sínum á okkur með því að mæta okkur í upplýsandi umræðu á ráðstefnu okkar í Ölfusi eða fréttafundi sem þeim var boðið til á fyrsta degi ráðstefnunnar. Því miður kjósa menn heldur að skapa mynd af okkur sem brjálæðingum í greinaskrifum en að spyrja okkur sjálf gagnrýninna spurninga.

Rebecca E.

Engar kylfur notaðar?!cr

Sjá einnig: „Who Pays Saving Iceland?“

júl 14 2007
1 Comment

Lögregluofbeldi á Snorrabrautinni í dag


Einar Rafn Þórhallsson
Eggin.is
14. júlí, 2007

 

Á leið minni heim í dag sá ég hóp af fólki í göngu. Ég vissi að til stóð að halda einhverskonar mótmælagöngu í dag, auglýsta sem rave party og ákvað að ganga í hópinn. Þá kom í ljós að lögreglan hafði stoppað gönguna á Snorrabraut. Göngumenn létu það greinilega ekki á sig fá en þarna voru trúðar með trúðalæti og mikið af fólki að fylgjast með, borðar með slagorðum gegn alþjóðlegum stórfyrirtækjum voru á lofti og fólk að dansa og skemmta sér. Lögreglan fylgdist prúð með og virtist vera í góðu skapi, hún hleypti bílum í gegn og að lokum var Snorrabraut lokað við Flókagötu. En einhverra hluta vegna leyfði hún göngunni ekki að halda áfram, og ljúka sér af, heldur stöðvaði hana á miðri Snorrabraut í rúma 2 klukkutíma.

Read More

júl 14 2007

‘Stóra samhengið’ eftir Guðmund Pál Ólafsson náttúrufræðing


Virkjanaæði stjórnvalda stefnir fiskimiðum landsins í voða

Handan stærstu stíflu veraldar, í Kína, er afkróað hráefni sem nærir heilt vistkerfi.
J. Marshall. “Þriggja Gljúfra stíflan ógnar fengsælli veiðislóð”. 2006

Þann 25. febrúar 2006 birtist sláandi grein í New Scientist um niðurstöður kínverskra náttúrufræðinga sem fylgst hafa með vistkerfi Austur-Kínahafs frá árinu 1998 með það í huga að geta sagt til um áhrif Þriggja Gljúfra stíflu á lífríki hafsins. Vatnssöfnun í lónið hófst árið 2003.
Read More

mar 15 2007

Hnattrænar afleiðingar stóriðju og stórstíflna – Ráðstefna „Saving Iceland“ 2007


Laugardaginn & sunnudaginn 7 – 8 júlí 2007
Hótel Hlíð, Króki, Ölfusi.

Blaðamannafundur ráðstefnu Saving Iceland verður kl. 17.30 á laugardaginn að Hótel Hlíð.

Til að komast í samband við erlenda fyrirlesara eða fá nánari upplýsingar um ráðstefnuna hafið samband við: conference@savingiceland.org eða hringið í síma: 663 7653 / 843 0629

Ókeypis aðgangur, tjaldstæði, matur og barnagæsla.
Ráðstefnan fer fram á ensku og hefst kl. 11. 00 á báðum dögunum.
Drög að dagskrá á ensku: /conference

Um ráðstefnuna

Saving Iceland er alþjóðlegt net einstaklinga sem vilja spyrna gegn því að stóriðja og virkjanir eyðileggi íslenska náttúru.

Áhugi erlendra stórfyrirtækja á íslenskum náttúruauðlindum er gríðarlegur um þessar mundir. Að sama skapi hefur áhugi íslendinga á því að kynna sér þessi sömu fyrirtæki í hnattrænu samhengi ekki verið eins mikill. Áliðnaðurinn og gríðarleg orkuþörf og baxítvinnsla hans hefur haft geigvænleg áhrif um allan heim, Ísland er aðeins brot af heildarmynd sem nær til Jamaica, Amazon, Afríku, Ástralíu og Asíu. Ráðstefnan miðar að því að styrkja tengslin milli grasrótarhreyfinga um allan heim. Saving Iceland hefur því fengið til landsins prófessora, talsmenn ættbálka og íbúasamtaka í fimm heimsálfum til að miðla af reynslu sinni.

„Verndun íslenskrar náttúru tengist beint málefnum sem eru hitamál um allan heim, eins og loftslagsbreytingar og orkumál,“ segir Jaap Krater frá Hollandi, einn skipuleggjenda.
„Ráðstefna okkar mun horfa á baráttuna gegn stóriðju á Íslandi út frá þessum þáttum og hún verður einstakt tækifæri fyrir fólk frá yfir tólf löndum til að deila reynslu sinni. Við viljum ekki frekari stóriðju eða stórstíflur, ekki á Íslandi og hvorki í þriðja heiminum né fyrsta heiminum. Við stefnum öll að því að stöðva þróun sem er farin fram úr sjálfri sér og viljum efla félagslegt réttlæti og lífshætti í samhljómi við náttúruleg kerfi jarðarinnar.“

Ræðumenn á ráðstefnu Saving Iceland

* Dr. Eric Duchemin, adjunct prófessor við háskólann í Québec, Montréal, Kanada og rannsóknarstjóri DREX environnement, hefur verið í forsvari fyrir Intergovernmental Panel on Climate Change (IPCC) Sameinuðu Þjóðanna. Rannsóknir hans hafa leitt til þess að vatnsorka er ekki sjálfkrafa flokkuð sem ,,hrein orka“. Hann mun fjalla um áhrif stórstíflna á loftslag.

* Cirineu da Rocha frá Dam-Affected People’s Movement frá Amazónsvæðum Brasilíu, þar sem Alcoa vill reisa marga stíflur.

* Lerato Maria Maregele sem tekur þátt í baráttunni gegn nýrri álbræðslu ALCAN í Suður Afríku.

* Attilah Springer, Rights Action Group, berst gegn nýrri álbræðslu ALCOA í Trinidad & Tóbagó.

* Kailash Awasya er hluti af Save the Narmada Movement (Narmada Bachao Andolan), sem er þekktasta grasrótarhreyfing Suður Asíu og berst gegn stórstíflum og fyrir réttindum ættbálka í Narmada dalnum í Indlandi og víðar.

* Frá Englandi kemur Helen B. Hún hefur verið öflugur þátttakandi í hreyfingunni gegn hraðbrautagerð á Bretlandseyjum. Hún mun gefa ráðstefnugestum yfirsýn yfir heillandi sögu beinna aðgerða.

* Till Weidensticker tók þátt í nýafstöðnum aðgerðum gegn G8 í Þýskalandi, jafnframt þátttöku í Saving Iceland og ræðir hvort tveggja.

* Jaap Krater, frá Hollandi, er ritstjóri tímaritsins Out of Order og hluti af hollenska armi Earth First! Hans umfjöllunarefni verður svörun áliðnaðarins við komandi orkukreppu og lofstslagsbreytingar.

* Derrick Jensen er bandarískur rithöfundur og róttækur umhverfisaktivisti. Hann mun flytja erindið Stóriðja og siðmenning.

Kynnir ráðstefnunnar er hinn þekkti ameríski prédikari, húmoristi og aktivisti, séra Reverend Billy frá Church of Stop Shopping (kirkju samtakanna Hættum að kaupa.)

Þar að auki taka eftirtaldir íslenskir gestir þátt:

Ráðstefnan hefst með erindum Guðbergs Bergssonar og Ómars Ragnarssonar, en hvorugan þeirra þarf að kynna fyrir Íslendingum. Guðmundur Beck fyrrum bóndi að Kollaleiru í Reyðarfirði og Einar Þorleifsson fuglafræðingur munu einnig flytja erindi.

Á ráðstefnunni verða framsögumenn frá Náttúruvaktinni, Fuglaverndunarfélagi Íslands, Framtíðarlandinu, Saving Iceland, Sólarhópunum og öðrum íslenskum hópum sem verjast stóriðju á sínum heimasvæðum.

Drög að helstu umfjöllunarefnum erinda og umræðna
(Nánari drög að dagskrá ráðstefnunnar á ensku: /conference )

 • Íslandi ógnað
  Kynning á þeirri ógn sem steðjar að Íslandi vegna stóriðju.
 • Stórar stíflur, áliðnaðurinn og loftslagsbreytingar
  Ekki aðeins álframleiðsla – loftslagsáhrif metans og perflúorkolefna.
 • Áhrif stórstíflna á vistkerfi vatnsfalla
  Vistfræði og líffræðileg fjölbreytni – áhrif stórra stíflna.
 • Saga borgaralegrar óhlýðni og beinna aðgerða
  Frá fortíð til framtíðar – Hvernig beinar aðgerðir geta breytt gangi sögunnar
 • Græn eða grá framtíð?
  Mismunandi framtíðarsýn
 • Orkuöflun til stóriðju – Frá Kyoto til Peak Oil
  Stóriðja í leit að hernaðarlega hentugri staðsetningu orkuvera
 • Barátta í Trinidad
  Barátta fólks gegn nýjum bræðslum ALCOA og Alutrint í
  Trinidad & Tobago.
 • Narmada Bachao Andolan
  Best þekkta alþýðuhreyfingin á Indlandi, sem berst fyrir réttindum adivasi-ættbálksins sem hrakinn hefur verið frá heimkynnum sínum vegna stórstíflu.
 • Baráttan í Kashipur
  Barátta gegn yfirborðsnámu ALCAN í Kashipur, norðaustur Indlandi.
 • Stíflur á Amazonsvæðinu
  Ál ógnar regskógunum.
 • Rannsókn á áliðnaðinum
  Kynntir helstu aðilar til leiks og greint frá nýjustu þróun í áliðnaði
 • Stærsta ósnortna víðernið í Evrópu
  Landslag og lífríki sem ógnað er á Íslandi
 • Breytingar á erfðavísum á Íslandi
  Víðara sjónarhorn á erfðabreytt bygg á Íslandi.
 • Vaxandi þungi gegn risavélinni
  Að bera saman bækur: alþýðuhreyfingar gegn stóriðju, stórstíflum og hnattvæðingu.

Eldri kynning á ráðstefnunni

Eftir þriggja ára baráttu gegn stórstíflum og stóriðju mun herferð „Saving Iceland“ tengjast baráttunni um heim allan. Um víða veröld hafa stóriðja og stórstíflur hrakið á brott fólk í milljónatali, að mestu án þess að bætur komi fyrir. Þessi mannvirki hafa eyðilagt vistkerfi á sjó og landi og eytt dýralífi. Þau hafa mengað andrúmsloft okkar og vötn og breytt loftslagi á óbætanlegan hátt – í nafni framfara.
Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands, Jawaharlal Nehru, orðaði það svo: „Ef þú þarft að þjást, ættirðu að gera það í þágu lands þíns“, í ræðu yfir þorpsbúum sem átti að hrekja frá heimilum sínum vegna Hirakudstíflunnar árið 1948.
Ríkisstjórnir Íslands og Indlands telja risaraforkuver enn vera tákn um hugvitsemi, framfarir og þjóðarstolt. Í Trinidad og Tobago, sem og á Íslandi leitar áliðnaðurinn að óþrjótandi orkulindum á tímum vaxandi óvissu í orkumálum.

Samt hefur sagan alltaf sýnt undirstrauma sem ekki eru í samræmi við hin ríkjandi framfaraviðhorf. Fjöldi fólks berst gegn því að vera fórnað í þágu lands síns eða efnahagsins og margir hafa barist gegn því að landi þeirra og óbyggðum sé fórnað.

Ráðstefna „Saving Iceland“ 2007 mun auka og dýpka þekkingu þína á baráttunni gegn stóriðjunni.

mar 13 2007

Tillaga til þingsályktunar um rannsókn á framgöngu lögreglu gagnvart mótmælendum við Kárahnjúka


133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 1108 — 695. mál.

Flm.: Kolbrún Halldórsdóttir, Steingrímur J. Sigfússon.

Alþingi ályktar að fela dómsmálaráðherra að skipa þegar í stað starfshóp sem falið verði að rannsaka aðgerðir lögreglunnar gagnvart mótmælendum Kárahnjúkavirkjunar, sem dvöldu á virkjanasvæðinu og í námunda við það og álverslóðina á Reyðarfirði, á tímabilinu júlí–ágúst 2005 og júlí–ágúst 2006. Starfshópurinn rannsaki meint harðræði lögreglu gagnvart mótmælendum, tilefnislausar árásir, frelsissviptingu, handtökur, tilvik þar sem ruðst var í heimildarleysi inn á dvalarstað mótmælenda, hindrun á ferðum fólks um öræfi landsins og meintar símahleranir, svo eitthvað sé nefnt. Einnig kanni hópurinn sannleiksgildi þess þráláta orðróms að lögreglan hafi stundað umfangsmikla, tilefnislausa og óheimila söfnun persónuupplýsinga, myndatökur og fleiri athafnir sem brjóta gegn friðhelgi einkalífs manna og ferðafrelsi.

Starfshópinn skipi fulltrúar frá lagadeild Háskóla Íslands, Hæstarétti, Lögmannafélagi Íslands og Mannréttindaskrifstofu Íslands auk fulltrúa dómsmálaráðherra, sem verði formaður hópsins. Hópurinn skili niðurstöðu til ráðherra eigi síðar en 1. júlí 2007.

Read More

mar 02 2007

Alvarlegar athugasemdir við fréttaflutning RÚV af skemmdarverkum í Hafnarfirði


Eggin.is
28 febrúar 2007
Höfundur: Ritstjórn

Saving Iceland hafa sent frá sér harðorða fréttatilkynningu vegna fréttaflutnings Ríkisútvarpsins þann 21. febrúar sl., af skemmdarverkum ELF, Earth Liberation Front, í Hafnarfirði í janúar. Skemmdarverkin voru unnin á þrem vinnuvélum á byggingarsvæði þar sem framkvæmdir við skólpdælustöð standa yfir, en munu hafa verið ætluð álveri Alcan í Straumsvík.

Saving Iceland gagnrýna RÚV harðlega fyrir að segja ELF bera ábyrgð á heimasíðunni SavingIceland.org, og benda á að ELF eiga sína eigin heimasíðu, EarthLiberationFront.com, auk þess sem Saving Iceland segjast ekki vita betur en að ELF hafi fram að þessu haldið sig einkum við Bandaríkin og ekki skipt sér sértaklega af umhverfismálum á Íslandi. Einnig benda þau á að frétt Saving Iceland af málinu hafi verið höfð eftir heimasíðu Earth First!, þar sem hver sem er geti greint frá aðgerðum. RÚV hafi hins vegar haldið áfram að vitna í Saving Iceland sem heimild, og þannig komið óbeinni sök á þau.

Read More

jan 22 2007

Fréttastofa RÚV hlutdræg með ólíkindum


Andrea Ólafsdóttir
22 janúar 2007

Fréttastofa RÚV sýndi mikla hlutdrægni í áramótaannál og sveik þar með skyldu sína og almenning í landinu. Ein meginskylda Ríkisútvarpsins skv. lögum er að það skal gæta fyllstu óhlutdrægni í frásögn, túlkun og dagskrárgerð. Hlutleysið eða óhlutdrægnin er greinilega ekki til staðar í hvívetna og í annál RÚV kom í ljós alger þöggun og skýr afstaða fréttastofu (eða þeirra starfsmanna sem tóku saman efnið í annálinn) með stóriðjustefnu ríkisstjórnarinnar. Það mætti því spyrja í framhaldinu hvort fréttastofa RÚV sé í raun og veru búin að lýsa sig vanhæfa í að flytja fréttir um allt er varðar stóriðju? Read More

des 21 2006

‘Stórfyrirtæki, lýðræði og beinar aðgerðir’ eftir Sigurð Harðarson


1

Hlutverk stórfyrirtækja er alltaf að færa eigendum sínum aukinn auð og völd. Því stærri og umsvifameiri sem fyrirtæki verða því meiri áhersla verður á þetta. Sama á við um öll kerfi og stofnanir manna sem ætlað er að stýra samfélagi, því stærri sem þau verða, því meira snúast þau um að viðhalda sjálfum sér. Má vera að til séu stór fyrirtæki sem þetta á ekki við um en þau eru svo fá að þau ná ekki að hafa áhrif á valdaskipulag markaðarins. Read More

ágú 14 2006

‘Er Mogginn „öfgafullur“?’ eftir Hlyn Hallsson


Ég hef ekki lagt það í vana minn að lesa hinn nafnlausa dálk sem kallast „Staksteinar“ í Morgunblaðinu. Þessi skrif sem eru á ábyrgð ritstjóra Morgunblaðsins Styrmis Gunnarssonar eru nefninlega gjarnan svo vandræðaleg og full af bulli að óþarfi er að leggja sig niður við að lesa eindálkinn. Þegar maður sér hinsvegar sjaldan Morgunblaðið og eitt eintak berst svo í hendurnar á manni til Berlínar, fellur maður í þá gryfju að lesa blaðið helst upp til agna og svo fór með mig og Moggann frá fimmtudeginum 10. ágúst. Þar fer hinn ónafngreindi Staksteinahöfundur mikinn við að lýsa ógurlegri vandlætingu sinni á „öfgafullum“ náttúruverndasinnum (sem eru víst útlenskir í þokkabót).

Þetta fólk hefur verið að mótmæla mesta slysi íslandssögunnar af manna völdum: Kárahnjúkavirkjun. Hinn nafnlausi höfundur Staksteina bendir lögreglunni á að „spila“ ekki uppí hendurnar á mótmælendum, því það sé einmitt það sem þeir vilji. Svo er haldið áfram í dálkinum að telja upp hvað þessi virkjun sé ofboðslega lögleg og að yfirgnæfandi meirihluti alþingismanna hafi samþykkt hana og svo framvegis.

Friðsamleg mótmæli Read More

Náttúruvaktin