Fréttir @is

okt 26 2010

Upplýsingabæklingur til stuðnings hinna ákærðu níumenninga


Stuðningsmenn níumenninganna sem ákærðir eru fyrir árás á Alþingi vegna mótmælaaðgerðar sem átti sér stað þann 8. desember árið 2008, hafa útbúið upplýsingabækling um málið á ensku. Ríkisvaldið hefur gengið svo langt að kalla aðgerðina ógn við sjálfræði þingsins og heldur því uppi ákærum byggðum á 100. grein hegningarlaga, sem hefur í för með sér eins til sextán ára fangelsisdóm verði þau fundin sek um brot á henni, ásamt ákærum um húsbrot og ofbeldi, sem framburður þingvarða og upptökur úr öryggismyndavélum sanna að eru hrein lygi. Lesið nánar um málið og sögusvið þess í bæklingnum.

Smellið hér, eða á forsíðumynd bæklingsins, til að sækja bæklinginn sem pdf-skrá.

Dreifið sem víðast.

Heimsækið stuðningssíðu níumenninganna til að fylgjast með framvindu málsins.

ágú 19 2010

Samviska heimsins – Viðtal við Samarendra Das


Viðtalið birtist upphaflega á Smugunni, þann 19. ágúst 2010.

„Ég er pólitískur aktívisti,“ segir Samarendra Das sem hélt fyrirlestur fyrir fullu húsi í gær um bók sína sem gæti kallast með réttu Svartbók áliðnaðarins. Hann hefur ástæðu til að fagna í dag en margt bendir til þess að baráttan um Niyamgiri fjallið í Odisha héraðinu á Indlandi hafi unnist. Þar stóð til að að breska fjölþjóðafyrirtækið Vedanta færi að vinna báxít og hrekti þar með burt sérstæðan ættbálk sem býr við fjallið og trúir á það sem uppsprettu lífsins. Ný skýrsla stjórnskipaðrar nefndar er sögð leiða í ljós að ekki sé hægt að mæla með því að fyrirtækið fái leyfi til námuvinnslu vegna endurtekinna lögbrota í tengslum við undirbúninginn. Niðurstaðan verður gerð opinber á morgun en fyrirtækið hefur fallið um níu prósent í verði og lánshæfismatið hefur lækkað.

Samviska heimsins
„Vopnin sem ég beiti er að upplýsa fólk, það er ekki hægt að breyta nema vekja upp samvisku sem hefur ekki landamæri, samfélagslega ábyrgð sem einskorðar sig ekki við þrönga heimsmynd heldur tekur til allra þátta . Ég segi fólkinu á Íslandi frá fjallinu helga á Indlandi sem átti að fórna á Indlandi til að breskt fjölþjóðafyrirtæki gæti unnið þar baxít, það á síðan meðal annars að flytja til Íslands og nota í álbræðslu hér. Og ég segi fólkinu á Indlandi og víðar frá jökulánum á Íslandi sem voru stíflaðar til að álbræðslurnar hér fái rafmagn. Og hluti af álinu endar síðan í hergagnaiðnaði og veldur hörmungum einhversstaðar í heiminum.“ Read More

ágú 14 2010

Samarendra Das á Íslandi – Fyrirlestrar og kynning á „svartbók áliðnaðarins“


Dagana 14. – 21. ágúst verður indverski rithöfundurinn, kvikmyndagerðarmaðurinn og aktífistinn Samarendra Das hér á landi, í annað sinn á vegum umhverfishreyfingarinnar Saving Iceland. Tilefni komu hans er útkoma nýrrar bókar hans og fornleifafræðingsins Felix Padel, Out of This Earth: East India Adivasis and the Aluminium Cartel, sem er gefinn út af Orient Black Swan útgáfunni og mætti kalla „svartbók áliðnaðarins“. Miðvikudaginn 18. ágúst kl. 20:00 verður Samarendra með fyrirlestur og kynningu á bókinni í Reykjavíkur Akademíunni, Hringbraut 121. Fleiri fyrirlestrar munu eiga sér stað annars staðar á landinu á meðan Samarendra er hér og verða þeir auglýstir síðar.

Síðasta áratuginn hefur Samarendra verið viðriðinn baráttu Dongria Kondh frumbyggja Odisha héraðsins á Indlandi, gegn breska námufyritækinu Vedanta sem hyggst grafa eftir báxíti til álframleiðslu á landi frumbyggjanna – nánar tiltekið Nyjamgiri hæðunum. Read More

júl 24 2010

Orka til Straumsvíkur mun koma frá Búðarhálsvirkjun


Kort af BúðarhálsvirkjunISAL (Rio Tinto Alcan) hefur tryggt sér alla þá samninga sem fyrirtækið þarf til að geta hafið stækkun álvers síns í Straumsvík. Um miðjan júní undirrituðu Landsvirkjun og ISAL endurnýjunarsamning um sölu raforku til fyrirtækisins fram til ársins 2036 og var kveðið á um kaup 75MW viðbótarorku í þeim samningi. Þessi viðbótarorka er meginforsenda þess að ISAL geti hrint í framkvæmd áformum sínum um stækkun álversins. Stækkunin hljóðar upp á 40.000 tonna aukna framleiðslugetu á ári. Mun hún fara fram á núverandi landi fyrirtækisins sem gerir hana óháða niðurstöðum íbúakosninga Hafnafjarðar og krefst þessara 75MW í viðbót við þá orku sem ISAL þegar fær afhenta á gjafaverði. Samningurinn er þó háður þeim fyrirvara að óvissu um skattalegt landslag stóriðju hér á landi verði eytt fyrir 31. ágúst, og sýnir það skýrt og skorinort hvernig forsvarsmenn álfyrirtækjanna og orkugeirans leika sér með stjórnartauma yfirvaldsins, sem hingað til hefur ekki þorað öðru en að lúta eftir slíkum kúgunaraðferðum fjársterkra aðilla og ætti því ekki að vera von á öðru í þessu tilfelli.

Viku eftir undirritun samningsins við ISAL sendi Landsvirkjun frá sér útboð þar sem fyrirtækið óskar eftir tilboðum í byggingu Búðarhálsvirkjunar. Útboðinu lýkur í lok ágúst og skal framkvæmdum lokið um haustið 2013. Read More

júl 18 2010
7 Comments

Áskorun til stjórnvalda!


Undirskriftarsöfnun hefur verið gangsett sem ætlað er að slá vörnum um orkuauðlindir landsins. Hana má finna á vefslóðinni http://orkuaudlindir.is/

Eftirfarandi er tilkynningin frá umsjónarhópi söfnunarinnar:

Innan fárra daga er áætlað að endanlegur samningur um kaup Magma Energy Sweden AB á HS Orku verði samþykktur. MES fær þar með einkarétt á nýtingu dýrmætra og mikilvægra auðlinda okkar til næstu 65 ára með framlengingarmöguleika til annarra 65 ára! Fyrirtækið kaupir þennan aðgang að auðlindum okkar mjög ódýrt miðað við önnur lönd, í óvenju langan tíma miðað við önnur lönd og á kjörum sem virðast að öllu leyti kaupandanum í hag en seljanda í óhag. Færð hafa verið rök fyrir því að salan sé óumflýjanleg þar sem við verðum að fá erlenda fjárfesta inn í landið til þess að styrkja atvinnuuppbyggingu. Staðreyndin er hinsvegar sú að Magma Energy fær stærsta hluta kaupverðsins að láni innanlands – á kjörum sem standa öðrum fyrirtækjum af einhverjum ástæðum ekki til boða. (sjá nánar hér). Read More

júl 18 2010

Svartbók áliðnaðarins


Nýlega kom út bókin Out of this Earth: East India Adivasis and the Aluminium Cartel eftir Felix Padel og Samarendra Das. Þeir félagar hafa eytt síðustu árum í rannsóknir á áliðnaðinum á alþjóðavísu, auk þess að vinna með frumbyggjum Odisha héraðsins (áður Orissa) á Indlandi. Rithöfundurinn Arundhati Roy ritar inngang að bókinni sem er gefin út af Orient BlackSwan.

Samarendra Das er mörgum landsmönnum kunnur, því hann kom til Íslands sumarið 2008 á vegum Saving Iceland og vakti mikla athygli á fyrirlestri sem samtökin héldu í Rvk. Akademíunni ásamt Andra Snæ, þar sem hann fjallaði að mestu um báxítgröft og baráttu frumbyggja Orissa héraðsins á Indlandi gegn báxítnámum þar. Einnig hélt hann fund með Samtökum Hernaðarandstæðinga þar sem hann fjallaði um tengsl álframleiðslu og stríðs, auk þess sem opnir fundir voru haldnir með honum á ýmsum vettvöngum. Nú standa Saving Iceland fyrir annari komu hans til Íslands, þar sem hann mun halda fyrirlestra og kynna bók sína víða um land og mun meðal annars koma fram á fyrirlestrahátíð sem tímaritið Róstur mun standa fyrir þann 21. ágúst.

Read More

júl 09 2010

Mál nímenninganna: Samstöðumótmæli í Barcelona


Eftirfarandi texti og myndir bárust okkur frá Spáni:

Að hádegi fimmtudagsins 8. júlí hittust tuttugu manns við íslensku ræðismannaskrifstofuna í Barcelona, til að sýna reiði sína í garð íslenska ríkisins vegna réttarhaldanna sem nú fara fram yfir nímenningunum sem ákærðir eru fyrir árás á Alþingi 8. desember 2008. Ef raunverulegt lýðræði væri til staðar hefðu raddir þeirra sem fóru inn í þinghúsið verið boðnar velkomnar og þeim gefið vægi. En þar sem raunverulegt lýðræði getur aldrei orðið að veruleika undir ríkisfyrirkomulaginu voru raddir þeirra kæfðar og þaggaðar niður.

Það er alveg á hreinu að þessar aðgerðir íslenska ríkisins eru undan pólitískum og hugmyndafræðilegum rótum runnar: Að velja tiltekna einstaklinga út úr hópi þúsunda manna sem mótmæltu – og meira að segja velja tiltekna einstaklinga úr þeim hópi sem fór inn í þinghúsið. Það er einnig á hreinu að með þessum aðgerðum freistir ríkið þess að setja fordæmi, að bæla niður það mögulega framtíðar andóf sem gæti raskað ró hins óbreytta ástands. Kúgunaraðferðir íslenska ríkisins teygja sig meira að segja til ræðismannaskrifstofunnar, sem kallaði á aðstoð ofbeldisfyllstu lögregludeildar Barcelona – „Mossos“ eins og hún er kölluð. Read More

nóv 12 2009
5 Comments

Velkomin!


Velkomin á vefsíðu Saving Iceland! Ef þú ert hér í fyrsta skipti þá getur þú byrjað á að lesa Grípum til aðgerða!, einnig Ákall Saving Iceland og Um okkur. Í Íslandi ógnað er farið yfir öræfin sem við verðum að reyna að vernda fyrir græðgi stóriðju- og orkufyrirtækjanna sem starfa markvisst að því að eyðileggja íslenska náttúru. Þú getur líka horft á myndbönd og skoðað myndir frá starfi okkar í gegnum árin og lesið á ensku tímarit okkar Voices of the Wilderness. Og síðast, en ekki síst, fengið Svör við algengum spurningum um Saving Iceland.

ágú 13 2009

Ragnfærslur fjölmiðla um aðgerð Saving Iceland í Helguvík


Ýmsar rangfærslur voru í umfjöllunum fjölmiðla um aðgerð Saving Iceland í Helguvík í gær, án nokkurrar sýnilegrar ástæðu annari en þeirri að einfaldlega vilja ekki fjalla almennilega um málið. Vefsíða Morgunblaðsins birti frétt undir titlinum: ,,Hættu mótmælum“ þar sem meðal annars segir að þeir sem hlekkjuðu sig við hlið vinnusvæðisins hafi farið að tilmælum lögregu, dregið sig í hlé og leyft umferð að ganga um svæðið. Allir aðrir fjölmiðlar sögðu aðgerðina hafa stoppað vinnu í klukkustund en sannleikurinn er sá að vinnan stöðvaðist í minnsta kosti í tvo klukkutíma og hugsanlega mun lengur,þar sem það er okkur hjá Saving Iceland ókunnugt hversu miklar öryggisráðstafanir þarf að gera eftir að óviðkomandi einstaklingar fara inn á vinnusvæði á borð við Helguvík. Þeir sem hlekkjuðu sig við hlið vinnusvæðisins færðu sig ekki heldur sátu sem fastast þangað til lögreglan hafði klippt á lása þeirra. Read More

ágú 08 2009

Hávaðamótmæli við lögreglustöðina – Tveir í viðbót handteknir


Uppfært: 04:30 – Öllum hefur verið sleppt úr haldi.

Eftir ofbeldisfulla handtöku 5 einstaklinga eftir mótmæli Saving Iceland í dag (lestu um það með því smella hér), söfnuðust um þrjátíu manns við lögreglustöðina á Hlemmi til að mótmæla handtökum félaga sinna og lögregluofbeldinu. Á meðan mótmælunum stóð voru tveir í viðbót handteknir, í þetta sinn eftir að reyna að hindra aðgang að bílastæði lögreglustöðvarinnar. Samkvæmt vitnum var annar þeirra alvarlega meiddur af lögreglunni, sem barði hann til blóðs.

Okkur hefur ekki borist neinar almennilegar myndir eins og er, en munum vonandi geta birt þær hér á heimasíðunni eins fljótt og mögulegt er, auk frekari upplýsinga.

We have received no proper photos yet, but hope to be able to put them on the website as soon as possible, as well as more information.

Náttúruvaktin