'Lögregla @is' Tag Archive

maí 03 2011
2 Comments

Ný sönnunargögn sýna að lögreglan á Íslandi laug um afskipti sín af Mark Kennedy


Í kjölfar þess að fréttir um ólöglegar og leynilegar aðgerðir bresku lögreglunnar í íslenskri lögsögu birtust á síðum alþjóðlegra fjölmiðla í ársbyrjun 2011, spurðist Ríkisútvarpið fyrir um hvort íslenskum lögregluyfirvöldum hafi verið kunnugt um að breski lögreglunjósnarinn Mark Kennedy hafi laumast inn í Saving Iceland hreyfinguna. Samkvæmt RÚV neitaði lögreglan á Seyðisfirði og Eskifirði því að hafa haft nokkur „afskipti“ af Kennedy á meðan á mótmælunum gegn Kárahnjúkavirkjun stóð.

Saving Iceland hefur nú birt sönnunargögn sem sýna skírt að lögreglan á báðum þessum stöðum hefur ekki sagt satt um samskipti sín við Kennedy. Ljósmyndin sem fylgir þessari yfirlýsingu sýnir tvo íslenska lögreglumenn kljást við Kennedy í mótmælaaðgerð Saving Iceland við Kárahnjúkavirkjun þann 26. júlí 2005. Myndin sýnir að íslenska lögreglan hafði svo sannarlega „afskipti“ af breska njósnaranum. Read More

feb 20 2011

Ríkislögreglustjóri neitaði ekki vitneskju um breskar lögreglunjósnir


Innanríkisráðuneytið hefur birt yfirlýsingu í framhaldi af greinargerð okkar um Mark Kennedy málið þar sem því er neitað að Haraldur Jóhannessen ríkislögreglustjóri hafi tjáð Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra að Ríkislögreglan hafi ekki haft vitneskju um njósnir Mark Kennedy um Saving Iceland hreyfinguna og að þeir hafi ekki haft neitt að gera með njósnarann eða yfirboðara hans, þ. e. bresku lögregluna. Samkvæmt yfirlýsingu ráðuneytisins er Ríkislögreglan enn að vinna í málinu og skýrslunni (um mögulegt vitorð Ríkislögreglunnar í njósnum Breta) sem innanríkisráðherra pantaði. Ríkislögreglustjóri ku ekki enn vera kominn til botns í málinu. Read More

jan 28 2011

Glæpavæðing mótmæla


Helga Katrín Tryggvadóttir
Hugsandi.is

There is still value, I believe, in attempting to „speak truth to power“.

Þetta sagði mannfræðingurinn Nancy Scheper-Hughes og átti þá fyrst og fremst við að það væri skylda mannfræðinga að segja sannleikann frammi fyrir valdinu. En þessi orð eiga ekki bara við um mannfræðinga, heldur okkur öll. Það er mikilvægt að við sammælumst um það að frammi fyrir óréttlæti sé nauðsynlegt að þegja ekki. Með því að þegja, og líta undan, erum við í raun að samþykkja það og í því felst möguleikinn á glötun mannkyns. Read More

jan 21 2011
2 Comments

Ímynduð Eco-hryðjuverkaógn og árásir lögreglu á undirstöður lýðræðisins


Freedomfries


Það er löngu kominn tími til að við Íslendingar tökum til endurskoðunar hvernig rætt er um aktívista almennt og sérstaklega umhverfisaktívista. Það er ekki hægt að horfa framhjá því að þessi umræða hefur einkennst af ákveðinni móðursýki og fórdómum. Fyrir nokkrum árum var mikið talað um „atvinnumótmælendur“ – og í kommentakerfum og á moggablogginu er alltaf hægt að ganga út frá því sem vísu að finna einhverja kjána sem þykjast vita allt um að vestrænum samfélögum stafi alvarleg ógn af öllum þessum ungmennum – að hér séu á ferð hættulegir róttæklingar sem séu allt eins líklegir til að grípa til ofbeldisverka til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Read More

júl 02 2010

Skófla er skófla, kúgun er kúgun


Ólafur Páll Sigurðsson

Umhverfishreyfingin Saving Iceland lýsir yfir fullri samstöðu með sakborningunum níu í Reykjavík (RVK9), sem eiga á hættu allt frá eins árs til sextán ára fangelsisvist fyrir að nýta lýðræðislegan rétt sinn til að mótmæla skammarlegu þjóðþingi, 8. desember 2008.

Þessir níumenningar hafa verið valdir úr þeim þúsundum manna sem felldu fyrri ríkisstjórn með mótmælum sínum, ríkisstjórn sem vegna spillingar og getuleysis bar ábyrgð á þeirri sögulegu kreppu sem enn þjakar íslenskt samfélag. Skýrsla hinnar sérstöku rannsóknarnefndar (SIC – viðeigandi skammstöfun) hefur nú staðfest að þessi ríkisstjórn lék lykilhlutverk í þeirri valdníðslu sem hafði í för með sér algjört hrun hins íslenska hagkerfis og var lykilafl í þeirri alvarlegu spillingu, lýðræðisbresti og siðferðiskreppu sem síðan hefur komið í ljós að voru duldar orsakir hins algjöra lánleysis íslensks lýðræðis.

Að stimpla pólitíska andstæðinga sem glæpamenn, jafnvel þá sem beita ofbeldislausri, borgaralegri óhlýðni, er gömul aðferð til að afvegaleiða, notuð af kúgunarríkjum um allan heim. Þessi pólitíska kúgunaraðgerð er í æpandi mótsögn við hræsnisfullar yfirlýsingar um að ‘axla ábyrgð’ og ‘læra af reynslunni’ sem flokkarnir sem bera ábyrgð á kreppunni hafa gefið. Svo sagan endurtaki sig ekki, ættu Íslendingar að taka mjög alvarlega þá kerfisbundnu misbeitingu valds sem hefur orðið uppvíst að er rótföst í valdakerfinu og ekki láta beina sök þeirra að níumenningunum og öðrum mótmælahreyfingum.

Read More

ágú 28 2009

Frekari lygar lögreglu


Það er óhugnarlegt að hugsa til þess að lögreglan er sú ríkisstofnun sem sat í 2. sæti á lista yfir traust almennings til slíkra stofnanna í könnun sem Gallup gerði í árslok 2008. 80% aðspurðra lýstu þar yfir trausti á lögregluna.

Þar sem stofnuninn iðkar  augljósar lygar og áróður eins og það væri eini tilgangur hennar segir það ófagra sögu um hversu upplýstu samfélagi við búum í þegar svona stór hópur lýsir trausti á stofnunina.

Read More

ágú 08 2009

Hávaðamótmæli við lögreglustöðina – Tveir í viðbót handteknir


Uppfært: 04:30 – Öllum hefur verið sleppt úr haldi.

Eftir ofbeldisfulla handtöku 5 einstaklinga eftir mótmæli Saving Iceland í dag (lestu um það með því smella hér), söfnuðust um þrjátíu manns við lögreglustöðina á Hlemmi til að mótmæla handtökum félaga sinna og lögregluofbeldinu. Á meðan mótmælunum stóð voru tveir í viðbót handteknir, í þetta sinn eftir að reyna að hindra aðgang að bílastæði lögreglustöðvarinnar. Samkvæmt vitnum var annar þeirra alvarlega meiddur af lögreglunni, sem barði hann til blóðs.

Okkur hefur ekki borist neinar almennilegar myndir eins og er, en munum vonandi geta birt þær hér á heimasíðunni eins fljótt og mögulegt er, auk frekari upplýsinga.

We have received no proper photos yet, but hope to be able to put them on the website as soon as possible, as well as more information.

ágú 08 2009
1 Comment

Lögregla gengur í skrokk á konu – Fjölmiðlar taka þátt í rógburði


Í gær, Föstudaginn 7. ágúst mótmælti umhverfishreyfingin Saving Iceland við Iðnaðarráðuneytið á sama tíma og undirritun fjárfestingarsamnings ríkisstjórnarinnar og Norðuráls vegna álvers í Helguvík átti sér stað. Þegar mótmælunum var að ljúka mætti lögreglan á svæðið, handtók 5 einstaklinga og gekk sérstaklega alvarlega í skrokk á einum þeirra. Flestir fjölmiðlar hafa sagt frá atvikinu en ekki minnst á ofbeldi lögreglunnar. Þess í stað hafa fjölmiðlar óspart birt rógburð lögreglunnar um að sparkað hafi verið í höfuð lögreglumanns og lögreglunni ógnað með járnstöngum, án þess að nokkuð myndefni bendi til þess að slíkt hafi átt sér stað. Saving Iceland hafnar þessum ásökunum algjörlega og fordæmir einhliða fréttaflutning fjölmiðla.

Samningurinn sem skrifað var undir í dag gerir ráð fyrir ríkisstyrkjum til álversins í formi skattaafsláttar sem nemur 16,2 milljónum Bandaríkjadala, þ.e. tveimur milljörðum íslenskra króna, og veitir Norðuráli undanþágur frá iðnaðarmálagjaldi, markaðsgjaldi og rafmagnsöryggisgjaldi. Auk þess munu sérreglur gilda gilda um stimpilgjöld og skipulagsgjald og öryggisákvæði gilda varðandi upptöku nýrra skatta. Þær losunarheimildir sem liggja fyrir leyfa 150.000 tonna álver í Helguvík, umhverfismat 250.000 tonn en Norðurál hyggst reisa 360.000 tonna álver og samningurinn sem undirritaður var í dag tryggir fyrirtækinu rétt til þess. Rafmagn til álversins hefur ekki verið tryggt og Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra hefur sagt opinberlega að ekki sé til næg orka á Reykjanesinu til að keyra álverið áfram. Katrín Júlíusdóttir hefur að sama skapi tekið vel í hugmyndir um að Landsvirkjun selji orku úr fyrirhugðum virkjunum Þjórsár til álversins í Helguvík. Read More

júl 15 2008

Róttækar aðgerðir og atvinnumótmælendur


Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson
Morgunblaðið, 15. Júlí 2008

Sl. sunnudag fjallaði staksteinahöfundur Morgunblaðsins um Saving Iceland-hópinn, undir titlinum „Aðgerðahópar og sellur“. Hann sagði frá aðgerðabúðum hópsins á Hellisheiði og setti fram lista yfir hegðun sem búast mætti við af þeim sem taka þátt í aðgerðum hópsins í sumar, þ.e. ,,reyna að mana lögregluna í slag, hlekkja sig við það sem hendi er næst, vinna minni háttar skemmdarverk, trufla löglega starfsemi fyrirtækja eða almenna umferð“. Samkvæmt honum er þetta hegðun sem einkennt hefur starfsemi hópsins síðustu árin.

Við hjá Saving Iceland beitum beinum aðgerðum og borgaralegri óhlýðni í aðgerðum okkar gegn kapítalisma í formi stóriðjuvæðingar Íslands – því neitum við ekki. Við hlekkjum okkur hins vegar ekki við það sem hendi er næst, heldur vinnuvélar sem notaðar eru við eyðileggingu náttúrunnar. Þannig stöðvum við eyðilegginguna tímabundið. Það dettur engum í hug að læsa líkama sinn við stærðarinnar vinnuvél ,,af því bara,“ – baráttuvilji og hugsjónir eru þar að verki.

Read More

apr 20 2008
3 Comments

Stofnandi Saving Iceland ákærður af íslenskri lögreglu


Mánudaginn 21. apríl 2008 kemur stofnandi Saving Iceland, Ólafur Pall Sigurðsson fyrir héraðsdóm Austurlands ákærður fyrir eignaspjöll. Ákæran er til komin vegna atburða í mótmælabúðunum við Snæfell í júlílok 2006.

Öll borgaraleg vitni segja að fjórhjóladrifsjeppa lögreglunnar hafi viljandi verið ekið á Ólaf Pál á hraða sem gat haft lífshættu í för með sér. Ökumaðurinn, Arinbjörn Snorrason, lögregluþjónn nr. 8716 og háttsettur við stjórn aðgerðanna við Kárahnjúka, reyndi einnig að aka yfir aðra mótmælendur við mörg önnur tækifæri þetta sumar sem og við Lindur (nú undir vatni en þar voru mótmælabúðir Saving Iceland) og við mótmælaaðgerðir á byggingarsvæði Desjarárstíflu.
Read More

Náttúruvaktin