apr 19 2011
Glæpaferill Rio Tinto Alcan
Róstur.org
Nýlega vöktu ummæli leikarans Benedikts Erlingssonar mikla athygli, þar sem hann sagði í viðtali við morgunútvarp Rásar 2: „[Rio Tinto Alcan] er einn mesti umhverfisspillirinn, og ég held að þeir hafi verið dæmdir fyrir morð á heilu þorpi einhvers staðar í Indónesíu“. Ekki minni athygli vöktu þó orð upplýsingafulltrúa Rio Tinto Alcan hér á landi, en hann sagði í samtali við DV að fyrirtækið hefði aldrei verið dæmt fyrir morð, aðeins mannréttindabrot. „Ég geri ekkert lítið úr því að fyrirtækið hafi gengist við því að hafa staðið að brotum á þessu svæði á árunum 1985 til 1995. Það er auðvitað alvarlegt mál og við þykjumst ekki vera fullkomin í þeim efnum,“ sagði Ólafur Teitur Guðnason í samtali við DV. Hér á eftir verður fjallað nánar um þessar ásakanir á hendur fyrirtækinu. Read More
Nýlega kom út bókin Out of this Earth: East India Adivasis and the Aluminium Cartel eftir Felix Padel og Samarendra Das. Þeir félagar hafa eytt síðustu árum í rannsóknir á áliðnaðinum á alþjóðavísu, auk þess að vinna með frumbyggjum Odisha héraðsins (áður Orissa) á Indlandi. Rithöfundurinn Arundhati Roy ritar inngang að bókinni sem er gefin út af Orient BlackSwan.