Bakgrunnur

des 29 2010

Áliðnaðurinn: Umhverfismál á heimsvísu


Bergur Sigurðsson og Einar Þorleifsson

Álframleiðsla byggir á námavinnslu á stöðum þar sem er að finna sérstaklega álríkan rauðan jarðveg sem nefnist báxít og verður til á löngum tíma við mikla útskolun efna á úrkomusvæðum sitt hvorum megin miðbaugs. Námavinnslan fer vanalega þannig fram að flett er burt gróðurþekju til þess að komast að báxítlögunum sem eru misþykk og oft ekki nema 2-4 metrar.bergureinar Báxítið er numið brott og flutt í landfrekar súrálsverksmiðjur þar sem jarðvegurinn er leystur upp með vítissóda og kalki og síðan er súrálið (Al2O3) einangrað frá eðjunni.Vinnslunni fylgir mikil og skaðleg rykmengun og gríðarleg myndun eitraðra úrgangsefna, þ.e. rauðeðju sem hefur hátt sýrustig og í sumum tilfellum þungmálma. Slys þar sem stíflugarðar um eðjulón bresta komast sjaldan í hámæli ef frá er talið slysið í Ungverjalandi fyrr í vetur. Þar var hætta á að eitraður leirinn myndi flæða óhindrað út í Dóná og spilla vistkerfi hennar allt til Svartahafsins, m.a. Dónárdeltunni, einu merkilegasta votlendissvæði jarðar þar sem milljónir fugla hafast við. Read More

des 16 2010

Rangfærsluruna Ragnars


Bergur Sigurðsson og Einar Þorleifsson

Það er lengra mál en svo að rúmist í einni grein að fjalla um allar rangfærslurnar sem áliðnaðurinn teflir fram til þess að fegra verkefni sín og ginna samfélög til þess að kosta þau.

Áróðursmaskínurnar ganga svo langt að halda því fram að ál sé á einhvern hátt jákvætt fyrirbæri í umhverfislegu tilliti. Sannleikurinn er sá að áliðnaðurinn er námuiðnaður sem veldur verulegu umhverfisálagi, eyðir regnskógum og samfélögum frumbyggja og spillir vatnalífi og vistkerfum. Hvort heldur sem álið er notað í farartæki, umbúðir eða byggingarefni er í flestum tilvikum hægt að nota vistvænni efni.

Af nógu er að taka þegar kemur að rangfærslum iðnaðarins en í þessari grein verður látið duga að rekja helstu rangfærslur Ragnars Guðmundssonar, forstjóra Norðuráls, í Fréttablaðinu 2. des. Read More

nóv 03 2010

Nægja 80 MW til að bjarga Helguvík?


Sigmundur Einarsson

Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi var sagt frá því að nú væri búið að tryggja orku til álbræðslunnar í Helguvík. Bjargvætturinn var sagður vera Landsvirkjun sem ætlar að leggja til umframafl sem til er „í kerfinu“ og ku það nema 60-80 MW.

Samkvæmt fréttinni þarf álbræðslan alls um 450 MW sem er um 150 MW minna en áður var áætlað. HS Orka er sögð munu útvega 250 MW, Orkuveita Reykjavíkur 120-140 MW og Landsvirkun bjargar því sem á vantar, 60-80 MW.

Þetta virðist einfalt. All sýnist klappað og klárt og ekki eftir neinu að bíða. Framkvæmdir ættu að geta hafist strax í dag. Eða hvað? Var þetta orkan sem vantaði til að unnt væri að halda áfram? Fyrir ári síðan var fullyrt að nóg orka væri fyrirliggjandi til að reisa álbræðslu sem þyrfti um 600 MW. Hvað skyldi hafa breyst? Read More

okt 13 2010
1 Comment

Frumvinnsla áls – Lýsing á hinni mengandi og orkufreku framleiðslu álbarra


PDF skjali með þessari þýðingu má hala niður hér

Afar sterk efnatengi milli súrefnis og áls í súráli eru ástæða þess að frumframleiðsla á hreinu áli er orkufrekari en frumframleiðsla nokkurs annars málms og raunar orkufrekasti iðnaður sem til er. Framleiðsluferlið, nefnt Hall-Heroult ferlið, hefst á því að súrál er sett í rafgreiningarker sem innihalda bráðið kríólít (Na3AlF6). Rafstraumur er leiddur gegnum kerin með aðstoð kolefnisanóðu og við það rís hitastigið yfir 1200°C. Súrefnið leitar í kolefnis-anóðuna og bráðnu álinu er hellt úr kerinu.

Frumvinnslan er sá hluti framleiðsluferlis áls sem veldur mestri mengun. Bæði er þar um að ræða mengun af völdum loftborinna efna og fasts úrgangs. Í útstreymi frá kerjum í álbræðslum er að finna flúor, bæði sem lofttegundir og ryk, einnig súrál, kolefnismónoxíð (CO), rokgjörn lífræn efni og brennisteins-díoxíð (SO2). Auk þessa inniheldur útstreymið frá ofnunum sem rafskaut eru framleidd í bæði flúoríð, rokgjörn lífræn efni og SO2. Ýmis konar aðferðir eru notaðar til að draga úr þessari mengun, t.d. lokuð ferli og vothreinsun. Vatn mengast einnig við hreinsun báxíts en stór hluti vatnsins er endurnýttur.

Read More

sep 24 2010

Komið að skuldadögum í Helguvík


Sigmundur Einarsson

Álbræðsla í Helguvík hefur verið töluvert til umræðu undanfarið vegna fyrirsjáanlegra tafa á afhendingu orkunnar. Skýringar hagsmunahópa eru allar á sama veg. Stjórnvöld bregða fæti fyrir atvinnuuppbyggingu! HS Orka fær ekki leyfi til að stækka Reykjanesvirkjun! Seinagangur við afgreiðslu skipulagsáætlana! Bæjarstjórinn í Reykjanesbæ lagður í pólitískt einelti! – O.s.frv.

Umfjöllun fjölmiðla er hefðbundin. Hvorki er vilji né geta til að fjalla um kjarna málsins og stjórnmálamenn óttast óvinsældir. Þeir eru hræddir um að verða kallaðir til ábyrgðar og þora ekki að viðurkenna að verkefnið hafi verið tálsýn frá upphafi.

Aðdragandinn

Þegar áform um dularfulla stálpípuverksmiðju í Helguvík gufuðu upp um miðjan þennan áratug var Norðuráli boðin þar aðstaða fyrir álbræðslu. Norðurál sló til og samdi um kaup á raforku. Skipulag og umhverfismat voru unnin fyrir álbræðslu, orkuver og háspennulínur. Svo kom kreppan og eyðilagði allt. Eða hvað?

Read More

ágú 12 2010

Ákall Saving Iceland!


Takið þátt í baráttunni gegn iðnvæðingu einhverra sérstæðustu náttúrusvæða Evrópu og grípið til beinna aðgerða gegn stóriðju!

Baráttan fram að þessu

Baráttan heldur áfram til varnar stærstu ósnortnu víðernum Evrópu. Síðastliðin fimm ár hafa sumarbúðir beinna aðgerða á Íslandi beinst gegn álbræðslum, risastíflum og jarðgufuvirkjunum. Eftir þá skelfilegu eyðileggingu sem fylgdi byggingu stærstu stíflu Evrópu við Kárahnjúka og mikilla jarðgufuvirkjana í Hengli, er enn tími til að rjúfa „snilldaráætlun“ valdhafa um stíflur í öllum stærstu jökulánum, gernýtingu allra helstu háhitasvæðanna og byggingu álvera, olíuhreinsistöðva, gagnavera og sílikonverksmiðja. Þessar framkvæmdir myndu ekki aðeins eyðileggja einstakt landslag og vistkerfi, heldur einnig hafa í för með sér stórfellda aukningu á útblæstri gróðurhúsalofttegunda á Íslandi.

Read More

júl 16 2010

Þeistareykir – forsagan


Þeistareikir

Sigmundur Einarsson – jarðfræðingur

Þann 30. apríl sl. lagði orkufyrirtækið Þeistareykir ehf., sem nú mun að fullu í eigu Landsvirkjunar, fram frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum vegna byggingar allt að 200 MWe jarðvarmaorkuvers á Þeistareykjum. Skýrslan nær jafnframt yfir mat á umhverfisáhrifum vegar milli Húsavíkur og virkjunarsvæðisins. Þennan sama dag voru lagðar fram fimm stórar frummatsskýrslur um fyrirhugaða orkuvinnslu og stóriðju á Norðausturlandi samtals tæplega 1100 bls. auk fjölda viðauka. Það gefur auga leið að það er ekki hægt að ætla nokkrum manni eða frjálsum félagasamtökum að rýna í málin í frítíma á þeim sex vikum sem ætlaðar voru til athugasemda skv. lögum. Frestur til að gera athugasemdir við skýrslurnar fimm rann úr 14. júní sl.
Við skoðun á skýrslunni um Þeistareyki koma ótrúlegustu hlutir í ljós. Reyndar hef ég ekki komið á svæðið eftir útkomu skýrslunnar og hef því ekki getað skoðað ýmislegt sem ástæða væri til að kanna sérstaklega, s.s. nýtt vegstæði, ný námusvæði, helstu mannvirkjasvæði og síðast en ekki síst heildarsamhengi framkvæmdarinnar. Ég ætla samt að reyna að fara í gegnum helstu þætti málsins í nokkrum áföngum þannig að áhugasamir geti kynnst minni sýn á það, en hún er nokkuð önnur en sýn framkvæmdaraðilans og sveitarfélagsins sem ber ábyrgð á skipulagi á svæðinu.

Read More

júl 16 2010

Þeistareykir og Krafla – umhverfisslys í uppsiglingu


Þeistareikir

Sigmundur Einarsson

Menn geta verið með eða á móti stóriðju og stórfelldri virkjun orkulinda. En allir geta verið sammála um að vanda þurfi til verka þegar og ef að framkvæmdum kemur. Sú ætlar því miður ekki að verða raunin í tilviki stóriðjudrauma Húsvíkinga.

Þann 30. apríl sl. auglýsti Skipulagsstofnun eftir athugasemdum við fimm frummatsskýrslur vegna mats á umhverfisáhrifum stórframkvæmda á Norðurlandi. Um er að ræða:

  • Álver á Bakka við Húsavík, allt að 346.000 tonn/ári
  • Jarðvarmavirkjun á Þeistareykjum, allt að 200 MW
  • Jarðvarmavirkjun við Kröflu, Kröfluvirkjun II sem svo er nefnd, allt að 150 MW
  • Háspennulínur frá Kröflu og Þeistareykjum að Bakka við Húsavík, 220 kW
  • Sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum vegna ofangreindra framkvæmda

Read More

júl 15 2010

Þjáningar þeirra lágt settu og samsekt okkar


Vedanta ræðst inn í OrissaAf öllum héruðum Indlands er Orissa ríkast af steintegundum. Landsvæðið er grænt og gróskumikið og er landslagið líkast bútasaumi smárra akra og skógi vaxinna fjalla þar sem fossar steypast niður rauða klettana. Eins og margir þeirra staða í heiminum þar sem enn ríkir náttúruleg frjósemi búa frumbyggjar víða í fjallshlíðunum. Þeir eru kallaðir Adivasis, sem í orðsins fyllstu merkingu þýðir „hinir upprunalegu íbúar“, og samfélag þeirra er taldið vera meðal elstu þjóðmenninga þessa heims. Fjórðungur íbúa Orissa eru frumbyggjar, sem gerir héraðið að því „fátækasta“ á Indlandi samkvæmt Alþjóðabankanum. Það stafar þó ekki af raunverulegri örbirgð, heldur því að Alþjóðabankinn mælir velferð einungis í peningaviðskiptum. Mælingin lítur því fram hjá þeirri staðreynd að í Orissa hefur aldrei ríkt hungursneyð og að flest Adivasi fólkið notar aldrei peninga, heldur býr það í sátt við fjöllin, árnar og skógana sem færa því allt sem það þarfnast. Í þakklæti fyrir forsjón náttúrunnar tilbiður margt Adivasi fólk fjöllin og sver að vernda ríkuleg vistkerfi sín. Sum fjallanna í Orissa eru meðal síðustu fjalla Indlands sem enn eru vaxin fornum skógum, þökk sé staðfestu frumbyggja gegn nýlendutilburðum Breta til að höggva skógana.

Read More

júl 02 2010

Skófla er skófla, kúgun er kúgun


Ólafur Páll Sigurðsson

Umhverfishreyfingin Saving Iceland lýsir yfir fullri samstöðu með sakborningunum níu í Reykjavík (RVK9), sem eiga á hættu allt frá eins árs til sextán ára fangelsisvist fyrir að nýta lýðræðislegan rétt sinn til að mótmæla skammarlegu þjóðþingi, 8. desember 2008.

Þessir níumenningar hafa verið valdir úr þeim þúsundum manna sem felldu fyrri ríkisstjórn með mótmælum sínum, ríkisstjórn sem vegna spillingar og getuleysis bar ábyrgð á þeirri sögulegu kreppu sem enn þjakar íslenskt samfélag. Skýrsla hinnar sérstöku rannsóknarnefndar (SIC – viðeigandi skammstöfun) hefur nú staðfest að þessi ríkisstjórn lék lykilhlutverk í þeirri valdníðslu sem hafði í för með sér algjört hrun hins íslenska hagkerfis og var lykilafl í þeirri alvarlegu spillingu, lýðræðisbresti og siðferðiskreppu sem síðan hefur komið í ljós að voru duldar orsakir hins algjöra lánleysis íslensks lýðræðis.

Að stimpla pólitíska andstæðinga sem glæpamenn, jafnvel þá sem beita ofbeldislausri, borgaralegri óhlýðni, er gömul aðferð til að afvegaleiða, notuð af kúgunarríkjum um allan heim. Þessi pólitíska kúgunaraðgerð er í æpandi mótsögn við hræsnisfullar yfirlýsingar um að ‘axla ábyrgð’ og ‘læra af reynslunni’ sem flokkarnir sem bera ábyrgð á kreppunni hafa gefið. Svo sagan endurtaki sig ekki, ættu Íslendingar að taka mjög alvarlega þá kerfisbundnu misbeitingu valds sem hefur orðið uppvíst að er rótföst í valdakerfinu og ekki láta beina sök þeirra að níumenningunum og öðrum mótmælahreyfingum.

Read More

Náttúruvaktin