Greinar

jún 27 2011

Íslenskt háskólasamfélag og róttækni


„Ef Íslenskt háskólasamfélag væri eitthvað í líkingu við hið bandaríska myndi maður ætla að í samtökum á borð við Saving Iceland, Attac eða No Borders væru nokkrir háskólaprófessorar,“ er meðal þess sem Magnús Sveinn Helgason segir í grein sem upphaflega birtist á Smugunni.

Í síðustu viku skrifaði Páll Vilhjálmsson arfavitlausan bloggpistil um að íslenskt háskólasamfélag einkenndist af “vinstrihjarðmennsku”, og tíndi til ýmis undarleg rök sem áttu að styðja þá skoðun. Meðal annars að íslenska háskólasamfélagið hefði gerst “þjónustustofnun fyrir atvinnulífið”, og að háskólamenn hefðu almennt dásamað útrásina og útrásarvíkinga. Og þó sérstaklega Baug.

Skrif Páls voru til komin vegna ummæla Lilju Mósesdóttur á Facebook um að ákveðin hjarðmennska einkenndi íslenska háskólamenn. Páll vildi hins vegar vera ósammála Lilju um hverskonar hjarðmennska einkenndi háskólasamfélagið. Read More

maí 20 2011
5 Comments

Undanbrögð og yfirhylmingar með blessun ráðherra


Yfirlýsing frá Saving Iceland vegna nýútkomnar skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra

Saving Iceland hreyfingin hefur skoðað nýbirta skýrslu ríkislögreglustjóra og hefur í fyrstu atrennu fram að færa nokkurn fjölda athugasemda þar að lútandi. Það er mikilvægt að það komi strax fram að okkur þykir miklum undrum sæta ef Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, ætlar að sætta sig við þá illa rökstuddu yfirhylmingu sem viðhöfð er með skýrslu ríkislögreglustjóra. Það sætir einnig furðu hversu yfirborðsleg og hreinlega röng greining ráðherrans, og um leið sumra helstu fjölmiðla landsins, hefur verið á skýrslunni.

Alvarlegasti meinbugur skýrslunnar er auðvitað sú staðreynd að algjörlega er vikið undan þeirri ábyrgð sem henni er formlega ætlað að axla. Einu upplýsingarnar sem raunverulega snerta á umfjöllunarefni skýrslunnar eru á bls. 12 þar sem segir að „trúnaðarupplýsingar“ hafi borist lögreglu um fyrirhuguð mótmæli frá bæði innlendum og erlendum „upplýsingagjöfum“ sem nýttar hafi verið til að skipuleggja viðbrögð lögreglu. Read More

maí 19 2011

Nákvæmlega, Ögmundur


Innanríkisráðherra, Ögmundur Jónasson, telur mig hafa skautað fram hjá skýrum og afdráttarlausum yfirlýsingum hans í kjölfar þess að skýrsla ríkislögreglustjóra um starfsaðferðir lögreglu, samstarf við erlendar löggæslustofnanir og meðferð trúnaðarupplýsinga var birt fyrir s.l. þriðjudag.

Gott og vel. Skoðum betur yfirlýsingar innanríkisráðherra. Hann benti hlustendum Spegilsins s.l. þriðjudag á óprúttna aðila „…á borð við þennan Mark Kennedy, útsendarar, hugsanlega einkafyrirtækja,  stórfyrirtækja, sem að hafa það eitt að markmiði að skemma góðan málstað með því að ýta fólki fram að bjargbrúninni, hvetja til lögbrota og starfsemi sem svertir þennan góða málstað.”

Nákvæmlega, Ögmundur! En þessi Mark Kennedy var ekki hér á vegum einkaaðila heldur bresku lögreglunnar sem – samkvæmt skýrslu ríkislögreglustjóra – átti í náinni samvinnu við íslensk lögregluyfirvöld. Er ekki hugsanlegt að markmið lögregluyfirvalda – breskra og íslenskra – hafi einmitt verið sá að skemma góðan málstað náttúruverndar? Read More

maí 19 2011
3 Comments

Til varnar grasrótarlýðræði


Ögmundur Jónasson Innanríkisráðherra

Árni Finnsson skrifar sérkennilega grein á Smuguna í tilefni skýrslu ríkislögreglustjóra vegna fyrirspurnar minnar um breska flugumanninn Mark Kennedy.

Í skýrslu ríkislögreglustjóra kemur fram að íslenska lögreglan fékk upplýsingar erlendis frá um mótmælin við Kárahnjúka en lögreglan hafi ekki upplýsingar um hvernig þessar upplýsingar voru fengnar.

Um leið og skýrsla ríkislögreglustjóra var sett á vefinn sendi ég frá mér yfirlýsingu sem birt var á vef innaríkisráðuneytisins og komu efnisatriði hennar að einhverju leyti fram í fjölmiðlum. Þóttu mér skilaboðin þar vera svo skýr að enginn þyrfti að velkjast í vafa um afstöðu mína. Read More

maí 18 2011
2 Comments

Ullað á innanríkisráðherra


Árni Finnson

Ögmundi Jónassyni, innanríkisráðherra, er lítill sómi sýndur með skýrslu ríkislögreglustjóra um starfsaðferðir lögreglu, samstarf við erlendar löggæslustofnanir og meðferð trúnaðarupplýsinga.

Nei, engin gögn fundust „… við yfirferð hjá embætti ríkislögreglustjóra …” sem „… gera kleift að skera úr um hvort þessi flugumaður [Mark Kennedy] bresku lögreglunnar hafi verið hér á landi í samvinnu eða með vitund lögreglunnar árið 2005,“ segir í skýrslunni.

Innanríkisráðherra getur sjálfum sér um kennt. Víða erlendis tíðkast óháðar rannsóknarnefndir til að koma í veg fyrir að þeir sem kunna að hafa framið embættisafglöp dæmi í eigin sök. Innanríkisráðherra er ekki mjög erlendis. Read More

maí 03 2011
2 Comments

Ný sönnunargögn sýna að lögreglan á Íslandi laug um afskipti sín af Mark Kennedy


Í kjölfar þess að fréttir um ólöglegar og leynilegar aðgerðir bresku lögreglunnar í íslenskri lögsögu birtust á síðum alþjóðlegra fjölmiðla í ársbyrjun 2011, spurðist Ríkisútvarpið fyrir um hvort íslenskum lögregluyfirvöldum hafi verið kunnugt um að breski lögreglunjósnarinn Mark Kennedy hafi laumast inn í Saving Iceland hreyfinguna. Samkvæmt RÚV neitaði lögreglan á Seyðisfirði og Eskifirði því að hafa haft nokkur „afskipti“ af Kennedy á meðan á mótmælunum gegn Kárahnjúkavirkjun stóð.

Saving Iceland hefur nú birt sönnunargögn sem sýna skírt að lögreglan á báðum þessum stöðum hefur ekki sagt satt um samskipti sín við Kennedy. Ljósmyndin sem fylgir þessari yfirlýsingu sýnir tvo íslenska lögreglumenn kljást við Kennedy í mótmælaaðgerð Saving Iceland við Kárahnjúkavirkjun þann 26. júlí 2005. Myndin sýnir að íslenska lögreglan hafði svo sannarlega „afskipti“ af breska njósnaranum. Read More

apr 25 2011

Vítahringur láglaunahórunnar


Í síðustu viku hélt Landsvirkjun kynningarfund um virkajanáform sín næstu 15 árin. Fundurinn fór fram í samstarfi við Háskóla Íslands sem sá ekki ástæðu til að bjóða andmælanda að svara fullyrðingum Landsvirkjunar. Ósáttur háskólanemi ákvað að taka málin í eigin hendur og flytja óumbeðinn erindi sem birtist á Róstur.org

Í dag hefur kennslustofa verið yfirtekin. Hún hefur verið yfirtekin af einu stærsta fyrirtæki landsins sem hingað er komið í leit að nýrri kynslóð sölupjakka. Landsvirkjun er að kynna nýja hugmyndafræði sem er afar sérkennileg. Umhverfisvænar virkjanir sem framleiða græna orku. LV ætlar að setja upp 14 grasgrænar og náttúruelskandi virkjanir á næstu 15 árum og hefst nú hernaðurinn gegn landinu fyrir alvöru. Það mætti í raun kalla þetta hernaðinn gegn landsmönnum og -konum því hluti af hernaðinum er að sannfæra fólkið um skaðleysi þeirra á náttúruna. Það er ekki nóg að sannfæra fólkið í landinu því góður sölumaður verður að hafa trú á vörunni sem hann selur og verður að vera löggiltur söluaðili. Landsvirkjun er hingað komin í leit að sölupjökkum nýrra hugmynda en sömu skemmdarverka. Read More

apr 20 2011

Þöggun íslenskra fjölmiðla og hlutdeild Rio Tinto í stríðsátökum og mannréttindabrotum


Fyrir fáeinum árum gaf mannréttindahreyfingin War on Want – Fighting Global Poverty út mjög svo fróðlega skýrslu um hlutdeild breskra námufyrirtækja í stríðsátökum og mannréttindabrotum víðsvegar um heiminn. Vegur þar þungt aðkoma álfyrirtækja eins og Vedanta, BHP Billiton og ekki síst „Íslandsvinanna“ Rio Tinto.

Síðastliðinn febrúarmánuð fann Ólafur Teitur Guðnason, framkvæmdastjóri samskiptasviðs Rio Tinto Alcan á Íslandi, sig knúinn til að setja ofan í við Benedikt Erlingsson eftir ummæli hans um blóði drifinn feril Rio Tinto í Morgunútvarpi Rásar 2. Read More

apr 19 2011

Glæpaferill Rio Tinto Alcan


Róstur.org

Nýlega vöktu ummæli leikarans Benedikts Erlingssonar mikla athygli, þar sem hann sagði í viðtali við morgunútvarp Rásar 2: „[Rio Tinto Alcan] er einn mesti umhverfisspillirinn, og ég held að þeir hafi verið dæmdir fyrir morð á heilu þorpi einhvers staðar í Indónesíu“. Ekki minni athygli vöktu þó orð upplýsingafulltrúa Rio Tinto Alcan hér á landi, en hann sagði í samtali við DV að fyrirtækið hefði aldrei verið dæmt fyrir morð, aðeins mannréttindabrot. „Ég geri ekkert lítið úr því að fyrirtækið hafi gengist við því að hafa staðið að brotum á þessu svæði á árunum 1985 til 1995. Það er auðvitað alvarlegt mál og við þykjumst ekki vera fullkomin í þeim efnum,“ sagði Ólafur Teitur Guðnason í samtali við DV. Hér á eftir verður fjallað nánar um þessar ásakanir á hendur fyrirtækinu. Read More

apr 11 2011

Þakið saur og blóði annarra


Guðbergur Bergsson

El Pais

Það er ekkert annað en tákn okkar tíma og eðli hungraðra, og stundum staðnaðra og leiðinlegra, fjölmiðla okkar að vilja veita ítarlegar upplýsingar um atburði sem skipta engu máli fyrir mannkynið, að þefa uppi tíðindi frá fjarlægustu afkimum jarðarinnar, eins og Íslandi, og missa svo áhugann á þeim um leið og eitthvað fréttnæmt gerist annars staðar. Ísland var þar til nýlega land sem var þorra manna nokkurn veginn óþekkt. En nú er sagt um landið að bylting „fólksins“ hafi fellt íslensku ríkisstjórnina og að þetta gæti orðið að fordæmi fyrir önnur stærri lönd þar sem spilling ríkir. Read More

Náttúruvaktin