'HS Orka@isl' Tag Archive

sep 24 2010

Komið að skuldadögum í Helguvík


Sigmundur Einarsson

Álbræðsla í Helguvík hefur verið töluvert til umræðu undanfarið vegna fyrirsjáanlegra tafa á afhendingu orkunnar. Skýringar hagsmunahópa eru allar á sama veg. Stjórnvöld bregða fæti fyrir atvinnuuppbyggingu! HS Orka fær ekki leyfi til að stækka Reykjanesvirkjun! Seinagangur við afgreiðslu skipulagsáætlana! Bæjarstjórinn í Reykjanesbæ lagður í pólitískt einelti! – O.s.frv.

Umfjöllun fjölmiðla er hefðbundin. Hvorki er vilji né geta til að fjalla um kjarna málsins og stjórnmálamenn óttast óvinsældir. Þeir eru hræddir um að verða kallaðir til ábyrgðar og þora ekki að viðurkenna að verkefnið hafi verið tálsýn frá upphafi.

Aðdragandinn

Þegar áform um dularfulla stálpípuverksmiðju í Helguvík gufuðu upp um miðjan þennan áratug var Norðuráli boðin þar aðstaða fyrir álbræðslu. Norðurál sló til og samdi um kaup á raforku. Skipulag og umhverfismat voru unnin fyrir álbræðslu, orkuver og háspennulínur. Svo kom kreppan og eyðilagði allt. Eða hvað?

Read More

sep 16 2010

Í landi hinna klikkuðu karlmanna


Andri Snær Magnason

Það er einsdæmi í veröldinni að þjóð drekki fyrirtækjum sínum í skuldir til þess að tvöfalda orkuframleiðslu og tvöfalda hana aftur með tilheyrandi raski, segir Andri Snær Magnason í grein um græðgi og geðveiki. Það eru til mælikvarðar á alla hluti. Yfirleitt skynjum við í okkar daglega lífi hvað er eðlilegt og hvað er yfirgengilegt.

Það eru til mælikvarðar á alla hluti. Yfirleitt skynjum við í okkar daglega lífi hvað er eðlilegt og hvað er yfirgengilegt. Stundum blindar umræðan okkur og þá getur verið ágætt að prófa að tala um hlutina á útlensku til að sjá þá í nýju ljósi. Prófið til dæmis að segja einhverjum að hér hafi einn ríkisbanki verið seldur með láni frá hinum ríkisbankanum og öfugt. Þannig hafi þeir verið afhentir mönnum nátengdum ríkjandi stjórnmálaflokkum. Framkvæmdastjóri annars flokksins varð formaður bankaráðs í öðrum bankanum á meðan fyrrverandi viðskiptaráðherra hins flokksins var einn þeirra sem fékk hinn bankann. Sá maður hafði aðgang að öllum upplýsingum um stöðu bankans. Í millitíðinni varð þessi fyrrverandi viðskiptaráðherra hins vegar seðlabankastjóri. Hann flaug til Ameríku og gerði Alcoa tilboð sem fyrirtækið gat ekki hafnað. Þannig var hann búinn að tryggja mestu stórframkvæmdir Íslandssögunnar og stóraukin umsvif bankans sem hann var að enda við að selja sjálfum sér. Read More

ágú 12 2010

Orkuútrásin og einkavæðing HS Orku


Varla hefur farið fram hjá mörgum að Magma Energy keypti hlut Geysis Green Energy í HS Orku á dögunum og er nú meirihlutaeigandi fyrirtækisins, með 98% eignaraðild. Þessi kaup Magma á hlut GGE koma ekki á óvart, þar sem ljóst var frá upphafi að fyrirtækið hefði hug á að gerast meirihlutaeigandi HS Orku.

Lítið og sætt – fyrir áhyggjufulla Íslendinga

Ross Beaty, framkvæmdarstjóri Magma Energy, hefur margoft verið spurður að því hvort hann sé að nýta sér bága fjárhagsstöðu Íslands til þess að ná stjórn yfir auðlindum landsins. Því hefur hann ávallt neitað. Aðspurður í Kastljósi 26. ágúst sl. neitaði hann því einnig að hafa áhuga á fleiri orkuverum. „Nei. Við einbeitum okkur að þessu nú. Þetta er fámenn þjóð og það hentar okkur ekki að verða mjög stórir“. Read More

ágú 12 2010
1 Comment

Samband milli Magma og Glitnis/Íslandsbanka?


Eitt af því sem maður verður mikið var við þegar farið er aðeins að kanna ofan í söguna á bak við sölu HS og síðar HS Orku er hvað starfsmenn Glitnis og sá banki er nátengdur öllu saman. Á Suðurnesjum hefur sá banki rekið fasteignafélag með Reykjanesbæ, stofnaði Geysi Green Energy þar sem Ásgeir nokkur Margeirsson var gerður að forstjóra en GGE keypti hlut ríkisins í HS. Gaman er einnig að geta þess að Vilhelm Þorsteinsson, yfirmaður fyirrtækjasviðs hjá Glitni/Íslandsbanka var einnig sonur Þorsteins Vilhelmssonar en fyrirtæki hans, Atorka átti sinn þátt í stofnun GGE. Glitni stóð einnig í fleiri fjárfestingum m.a. á eignum Keflavíkurflugvallar sem bæjarstjóri og bæjarfulltrúar Reykjanesbæjar komu einnig. REI-ævintýrið með fyrrum forstjóra Glitnis, Bjarna Ármanns, í fararbroddi, fór þó úrskeiðis en þá átti HS að enda í fanginu á sameinuðu félagi GGE og REI. Read More

maí 28 2010

Pólitísk íhlutun Magma og Norðuráls


Í fréttum Stöðvar 2 sl. laugardag var kostuleg frétt þess efnis að viðræður væru hafnar milli Magma Energy og Norður-áls um sölu á orku til álversins í Helguvík. Í viðtali við Árna Sigfússon, bæjarstjóra í Reykjanesbæ, kom fram að hann fagnaði því að hlutur Geysis Green Energy væri nú í höndum aðila sem sé kominn að HS Orku til langs tíma. Það hafi greitt fyrir því að samningaviðræður milli Norðuráls og HS Orku hafi komist á skrið að nýju.

Með fréttinni var gefið í skyn að nú sé að rofa til í orkumálum álversins. En hvað skyldi í raun vera á bakvið þessar svokölluðu viðræður? Í fréttinni kom í raun ekkert fram um viðræðurnar því staðreyndin er sú að þar er ekkert að frétta. Hér var sett á svið ómerkileg leiksýning af hálfu Magma og Norðuráls, tveggja fyrirtækja í eigu erlendra aðila, sem með þessu eru að hlutast til um íslensk stjórnmál. Sýninguna setja þau á svið fyrir velgjörðarmann sinn, bæjarstjórann í Reykjanesbæ, viku fyrir kosningar til sveitarstjórnar. Samkvæmt fréttinni virðist sem hér séu á ferðinni stórtíðindi í atvinnumálum Suðurnesjamanna. Og eins og venjulega sá fréttamaðurinn ekkert athugavert.
Read More

nóv 27 2009

Er HS-Orka í krísu í Krýsuvík?


Sigmundur Einarsson

Í október birtist grein eftir mig undir fyrirsögninni Hinar miklu orkulindir Íslands.

Megininntak greinarinnar er ábending til íslensku þjóðarinnar og ráðamanna þess efnis að orkulindir Íslands séu ekki eins miklar og af er látið. Jafnframt er ítrekað það sem ýmsir höfðu áður bent á að tvö 360 þús. tonna álver myndu soga til sín alla jarðhitaorku á Suðvesturlandi og Norðausturlandi og reyndar gott betur. Viðbrögð hafa verið á ýmsa lund. Athyglisvert er að viðkomandi stjórnvöld, þ.e. iðnaðarráðuneyti og Orkustofnun hafa engin viðbrögð sýnt en þagað þunnu hljóði.

Þann 30. október sl. rituðu tveir starfsmenn HS-Orku, þeir Guðmundur Ómar Friðleifsson yfirjarðfræðingur og Ómar Sigurðsson forðafræðingur, eins konar varnarræður í Morgunblaðið og Fréttablaðið. Yfirjarðfræðingurinn er stóryrtur og fer með himinskautum en forðafræðingurinn er öllu jarðbundnari og heldur sig við efnið í megindráttum. Það sem einkum hefur raskað ró þeirra eru annars vegar efasemdir mínar um áformaða stækkun Reykjanesvirkjunar og hins vegar sú skoðun mín að fyrirliggjandi mat á orkugetu jarðhitasvæðisins í Krýsuvík og nágrenni sé allt of hátt. Ekki ætla ég að elta ólar við stóryrðin. Efasemdir mínar um áformaða stækkun Reykjanesvirkjunar eru hvorki frumlegar né mín uppfinning heldur fengnar beint úr umsögn Orkustofnunar um matsskýrslu vegna fyrirhugaðrar stækknunar (VSÓ Ráðgjöf 2009) en þar segir: „Að öllu samanlögðu er þetta vinnslusvæði fjarri því að standa undir fyrirhugaðri tvöföldun Reykjanesvirkjunar í 200 MWe til lengri tíma“. Starfsmenn HS-Orku eru sýnilega allt annað en ánægðir með álit Orkustofnunar en þar er ekki við mig að sakast. Af einhverjum ástæðum virðist þetta vera viðkvæmt mál. Ég ætla ekki að ræða Reykjanesvirkjun frekar en gera nánari grein fyrir mati mínu á orkugetu Krýsuvíkursvæðisins. Read More

okt 15 2009

Orkudraumar á teikniborði Norðuráls – kostuleg niðurstaða


Sigmundur Einarsson - Jarðfræðingur

Sigmundur Einarsson

Í grein minni „Hinar Miklu Orkulindir Íslands“ sem birtist í Smugunni (ásamt heimasíðu Saving Iceland-rit.) sagði ég m.a. að stóri sannleikurinn um hinar miklu orkulindir Íslands væri tómt plat. Þetta væru skýjaborgir, byggðar á raupi óábyrgra manna. Nú hefur hluti þessara óábyrgu manna stigið fram í dagsljósið undir merkjum Norðuráls. Þann 12. október sl. birtist á heimasíðu fyrirtækisins pistill undir yfirskriftinni „Yfirdrifin orka fyrir Helguvík“. Þar kemur fram að margir hafi viðrað þá skoðun síðustu daga að erfitt verði að afla orku fyrir álver í Helguvík og á eftir fylgir þessi makalausa setning: „Þær skoðanir virðast flestar byggjast á mjög lítilli gagnaöflun eða þekkingu“.

Þar sem ætla má að pistill Norðuráls sé hugsaður sem einhvers konar svar við grein minni tel ég rétt að svara því sem óneitanlega verður að teljast „raup af hálfu óábyrgra manna“. Það er ekki hægt að láta Norðurál komast upp með að bera á borð fyrir íslenska þjóð ósannindi sem síðan eru lapin upp gagnrýnislaust í fjölmiðlum. Í raun þyrftu iðnaðarráðuneyti og Orkustofnun að grípa í taumana ef þau vilja ekki feta í fótspor Seðlabanka og Fjármálaeftirlits. Sofandaháttur gæti kallað yfir þjóðina orkuhrun, ofan á efnahagshrunið.

Read More

okt 14 2009

Hinar miklu orkulindir Íslands – getum við virkjað endalaust?


Sigmundur Einarsson

Í tengslum við efnahagshrun og núverandi ástand í atvinnulífi þjóðarinnar er iðulega vitnað til þess að styrkur Íslands liggi í hinum miklu auðlindum þjóðarinnar, orkunni í fallvötnum og jarðhita. Ýmsir alþingismenn, sveitastjórnarmenn og svonefndir framámenn í atvinnulífinu lýsa því reglulega yfir að það eina sem bjargað geti ástandinu séu nýjar virkjanir og álver. Fullyrt er að þetta sé eina leiðin til að koma hjólum atvinnulífsins af stað á ný. Almenningur sem hlustar á þennan málflutning gerir væntanlega ráð fyrir að þessir aðilar fjalli um málið af þekkingu.

Annar hópur fólks, sem samanstendur m.a. af þingmönnum og svonefndum umhverfisverndarsinnum, en síður af sveitarstjórnarmönnum og fólki úr atvinnulífinu, leggst gegn því að ráðist verði í frekari stóriðju. Rökin gegn stóriðjunni eru af ýmsum toga, m.a. þau að orkulindirnar séu takmarkaðar. Read More

sep 25 2009

MAGMA drepur!


Perú er eitt mikilvægasta málmefna framleiðsluland heims. Ríkur jarðvegurinn í Andesfjöllunum inniheldur mikið magn af kopar, silfri, blýi, gulli, sinki og öðrum náttúruauðlindum. Í stað þess að nýtast sem tól til að byggja upp samfélag Perú búa þá hefur námugröfturinn verið hrein martröð fyrir milljónir verkamanna og bænda vegna þeirrar nauðungarvinnu sem komið er upp á íbúa landsins. Árið 2008 var arður námufyrirtækja um 2500 milljarðar króna en lítið af því hefur borist til þeirra samfélaga sem eru staðsett við námurnar en í staðinn til þeirra erlendu fyrirtækja sem þar grafa og hluthafa þeirra. Fyrir utan að vera algjörlega ósjálfbær, þá hefur námugröftur mikla eyðileggingu og mengun í fjör með sér og hefur drepið þúsundir verkamanna og fjölskyldur þeirra vegna gróðahyggju kapítalsins eingöngu.

Read More

Náttúruvaktin